Á hinu háa <a href="http://www.althingi.is/“>Alþingi</a> er komið fram <a href=”http://www.althingi.is/altext/126/s/0640.html">frumvarp</a> um breytingu á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak.
Tillagan er svona:
<em>Við lögin bætist ný grein, sem verður 6. gr., svohljóðandi:
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins skal framselja einkaleyfi sitt til smásölu áfengis sam kvæmt áfengislögum til matvöruverslana sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
<ol>
<li>Rekstraraðili matvöruverslunar þarf að hafa fengið leyfi sveitarstjórnar til rekstrar áfengisútsölu samhliða annarri starfsemi sinni. </li>
<li>Það hillurými sem nýtt er undir áfengi skal að hámarki nema 5% af heildarhillurými við komandi verslunar og skulu áætlanir um hillurými fyrir áfengi og útreikningar þar að lútandi lagðir fyrir sveitarstjórn samhliða umsókn um leyfi til rekstrar áfengisútsölu.
</li></ol>
Matvöruverslun sem selur áfengi samkvæmt 1. mgr. skal óheimill aðgangur að innkaupa kerfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
</em>
Þar hafiði það, skyldi þetta ganga í gegn núna?