Hér er sma ritun sem eg gerði um Che í leiðindakasti sem eg fékk…

Che Guevara, eða Ernesto „Che” Guevara de la Serna, fæddist 14. júní 1928 í bænum Rosario í Argentínu. Árið 1953 útskrifaðist hann í læknisfræði við Háskólann í Buenos Aires. Hann var sannfærður um að bylting væri eina leiðin til að bæta þann félagslega ójöfnuð sem hann taldi ríkja í Suður-Ameríku.

Að námi loknu fór Che til Guatemala. Þá var hann orðinn mikill marxisti en var mjög fátækur. Hann bjó með konu sem hét Hilda Gadea en það var hún sem kynnti hann fyrir Nico Lopez sem var einn af herforingum Fidel Kastrós sem síðar leiddi byltinguna á Kúbu.

Hann fór til Mexíkó með Hildu og Nico og kynntist þar Fidel Kastró sem var þar í útlegð ásamt skæruliðum sínum. Che Guevara gekk til liðs við Kastró og gekk í gegnum þjálfun í skæruliðahernaði. Þegar Kastro hóf byltingu gegn Fulgencio Batista einræðisherra á Kúbu tók Che Guevara þátt í henni, fyrst sem læknir en svo sem herforingi. Þegar Kastró komst til valda var Guevara gerður að iðnaðar og landbúnaðaráðherra og síðan að seðlabankastjóra.

Che Guevara skrifaði mikið um kommúníska byltingu og á meðal frægustu ritverka hans má nefna El socialismo y el hombre en Cuba eða “Maðurinn og sósíalisminn á Kúbu” sem kom út árið 1965 og handbókin La guerre de guerillas eða “Stríðsrekstur skæruliða” sem kom út árið 1960.

Árið 1966 birtist hann svo í Bólivíu til að stofna her skæruliða, en bólivíski herinn náði honum og skaut hann árið 1967.

Líkamsleifar hans fundust árið 1997 í Bólivíu og voru fluttar til Kúbu, þar sem þeim var komið fyrir í grafhýsi með minnismerki í borginni Santa Clara.