Topp 10 listinn - nr 8 Umhverfisvernd Jæja, höldum nú áfram. Nr 8 yfir mestu úrkynjun samtímas er…

8. UMHVERFISVERND. Fátt eitt hefur í jafn slæman farveg og umhverfisvernd á undanförnum árum. Tökum nokkur dæmi:

ENDURVINNSLA. Það er ekki alltaf sjálfgefið að “endurvinnsla” sé hagkvæm fyrir umhverfið þegar allt er til tekið. Það kostar mikla orku að keyra með 2 ruslapoka af dósum í endurvinnsluna og til baka. Það kostar orku að kremja, bræða og brenna það sem kemur til þeirra. Draslið er líka sorterað á hinn ýmsasta hátt og það kostar sitt líka. Það kostar líka orku að flytja draslið á áfangastað þar sem efnið er unnið aftur. Ójá, mínir sósíalísku umhverfisvinir, þessi orka leiðir til mengunar. Meirasegja hrein orka eins og vatsorka mengar og drekkir þaraðauki líka gæsum þegar verst lætur.

Það verður sem sagt að hugsa dæmið til enda. Ég man eftir einhverjum æðstaketti hjá endurvinnslunni sem sagði aðspurður um hvort þetta borgaði sig að það skipti ekki máli..í rauninni. Hann sagði eithvað á þá leið að hugmyndafræðin þar á bakvið væri svo mikilvæg (að vernda umhverfið með endurvinnslu) að svona hagfræði útreikningar ættu eiginlega ekki við.

URBAN SPRAWLING. Hugmyndafræði sem fordæmir að það sé verið að útvíkka byggðir í hina óspilltu náttúru og ræktarlendur. Ok, þetta er vægast sagt umdeilanlegt því það fer minna land undir ræktun í dag en fyrir nokkrum áratugum vegna framfara í landbúnaði. Jú, menn verða að athuga hvar þeir byggja en landrýmið er nóg í flestum tilfellum. Ok, umdeilt í útlöndum en síðan kemur þessi umhverfis hugmyndafræði til Íslands þar sem er nóg af landrými.

Nú vilja menn “þétta byggð” vegna þess að “mengun” (hvaða mengun) er víst svo mikil þegar menn keyra í úthverfin. Þetta meikar ekki sens en það er ervitt að eiga við bjúrókrata sem eru gegsýrðir af einhverri hugmyndafræði.

ERFÐABREYTTAR PLÖNTUR. Ok, hversu mörg tilfelli eru um að einhver hefur látist af því að borða erfðabreytta bætta HUNTS tómatsósu eða eithvað álíka. ALLIR, borða erfðabreyttan bættan mat. Væntanlega borðum við hann daglega því hann er jú útum allt, í seríósinu okkar, tómatsósunni og kanski í bjórnum okkar líka. Og enginn dauður…enn.

Ok, græna byltingin sem hófst fyrir um 30 árum og miðaði af því að auka framleiðni landbúnaðar í heiminum hefur brauðfætt miljarða. Já, MILJARÐA, eins og 4-10 þúsund sinnum fleiri en búa á klakanum. Erfðabætt(breytt) matvæli, hvort sem þau eru bætt með cross breeding (ísl?) eða með nútíma erfðafræði aðferðum hefur margfaldað afkastagetu landbúnaðarins í heiminum og minnkað skordýraeiturs notkun því erfða-plönturnar eru líka meira resistant fyrir hinum ýmsu snýkidýrum og plöntu ætum.

Hvað er fólk að kvabba. Á að láta miljarða af einhverjum indverjum deyja útaf því að einhver kalifroníubúi með skrýtin gleraugu og hippa-bol kemur í sjónvarpið og bölvar erfðabreyttum mat (og globalisation í leiðinni).

Það á að gefa erfðafræðingum medalíu í hvert sinn sem þeir finna upp nýjar aðferðir til þess að gera plöntur sterkari, fallegri, bragðbetri og fjlótvaxnari.

kv

Willy