Byrja hér á að vitna í grein af Vísi sem ber þennan titil


Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við hæstarétt gagnrýnir íslenska löggjöf harkalega fyrir tvíræðan texta og mótsagnir, hún sé frumskógur sem enginn rati um. Hann leggur til að nýtt verði áratuga gömul heimild til að skipa laganefnd.
RÚV greindi frá þessu í hádegisfréttum. Ýmsir forystumenn á Alþingi hafa gagnrýnt hæstarétt fyrir óskýra og tvíræða dóma. Nú er komið að því að gagnrýna Alþingi fyrir óskýra og tvíræða löggjöf.

,,Íslensk lagasmíð er iðulega hrákasmíð,“ segir Magnús í grein í Morgunblaðinu í gær. Þetta eigi sérstaklega við þegar verið sé að margbreyta eldri lögum þannig að úr verið óskiljanlegur óskapnaður. ,,Það virðast vera álög á íslenskum laga- og reglugerðarsmiðum að geta ekki með nokkru móti komið frá sér skýrri hugsun með ótvíræðum texta. Útkoman verður frumskógur laga og reglugerða sem engin ratar um,” segir Magnús jafnframt.


Síðan vill ég sjálfur benda á að elstu lög landsins eru frá 1281, úr Jónsbók, það þarf alveg endilega að yfirfara þetta, skipuleggja þetta betur og gera þetta skýrara.
<A href="