Bandarísk stjórnvöld segjast hafa tekið til skoðunar hvort ástæða sé til þess að beita refsiaðgerðum gegn Íslendingum vegna hvalveiða í vísindaskyni, að sögn AFP-fréttastofunnar. Scott Smullen hjá bandarísku Sjávar- og umhverfismálastofnuninni NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) segir að tekið hafi verið ákvörðun um slíka athugun eftir að Íslendingar veiddu fyrstu hrefnuna á mánudag, en stofnunin heyrir undir bandaríska viðskiptaráðuneytið.
Þá segir að bandaríska utanríkisráðuneytið hafi varað Íslendinga við því að slík athugun gæti farið fram í kjölfar veiða á hrefnu, en stefnt er að því að veiða 38 hrefnur hér við land í ágúst og september. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, hefur meðal annars sagt að veiðar Íslendinga hafi valdið miklum vonbrigðum. Hvalveiðar í vísindaskyni eru heimilaðar samkvæmt Alþjóða hvalveiðiráðinu, en Bandaríkin og fleiri ríki telja þær ástæðulausar. Hægt er að beita refsiaðgerðum samkvæmt bandarískum lögum gegn þeim ríkjum sem taka þátt í vísindaveiðum á hval, að sögn AFP.

Þeir geta einnig beitt efnahagslegum og viðskiptalegum þvingunum gegn ríkjum sem þeir telja að brjóti alþjóðlega sáttmála sem stuðla að verndun lífs í sjó. Smullen segir að Bandaríkjamenn ætli að skoða hvort aðgerðir Íslendinga hafi geri lítið úr árangri ráðstefnu Alþjóða hvalveiðiráðsins. “Við höfum ekki sett nein tímamörk, en við ætlum að ráðfæra okkur við aðrar alríkisstofnanir vegna málsins,” var haft eftir Smullen.

Íslensk stjórnvöld telja ekki að veiðarnar hafi áhrif á hrefnustofninn, en talið er að um 43 þúsund hrefnur séu við landið. - mbl

Ég er orðin verulega þreytt á Bandaríkjamönnum sem virðast skipta sér af öllu sem að gerist í heiminum
Hvað skiptir þá svona miklu máli að Ísland veiði nokkra hvali í kringum eyjuna í tilraunarskini ?
Þetta kemur Bandaríkjamönnum ekkert við og ég vil bara lýsa óánægju minni yfir að þetta viðhafist.

Með kveðju:
Exciting
Með bestu kveðju: