Þó að ég sé nokkhlynntur því að opinberir aðilar sjái um rekstur Sinfóníunnar þá er einn vinkill á nýlegu máli sem ekki er ræddur nógu vel. Rekstraraðilar sinfóníunnar hafa talað um að lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu að sliga rekstur hennar. Þetta er m.a. ein helsta ástæðan fyrir því af hverju borgin vill draga sig út úr rekstrinum. Um þennan vilja hennar má deila. En AF HVERJU skildu nú lífeyrisskuldbindingar vera að sliga reksturinn! Getur það verið kannski út af því að samningamenn hins opinbera létu gjörsamlega taka sig í bakaríið þegar samið var um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna fyrir nokkrum árum síðan! Það er dæmi um samninga´kappleik´ þar sem annar aðilinn tapaði 14-2!!

Það bölvað óréttlæti, sem felst í því að opinberir starfsmenn fá MIKLU meira framlag frá ríkinu til lífeyrissparnaðar en óbreyttir starfsmenn á almennum vinnumarkaði frá sínum atvinnuveitanda, var rökstutt með þeim vonda hætti að ríkisstarfsmenn hefðu alla tíð ALMENNT séð verið með lægri laun en fólk á almennum vinnumarkaði og því þyrfti að bæta þeim það upp með góðum lífeyrisréttindum. Nú, nú!! Sem sagt í jafn gríðarlega mikilvægu fjárhagslegu máli fyrir skattgreiðendur landsins og þessu, var notuð sem meginröksemd, einstaklega hæpin alhæfing; fullyrðing sem stenst ekki- og hefur aldrei staðist- nánari skoðun. Þar á ég við að í þessari meginröksemd fyrir þessu áralanga óréttlæti er verið að segja að meðalríkisstarfsmaðurinn sé með lægri laun en starfsmaður t.d. matvöruverslana. Í eitthverjum tilfellum stenst þetta kannski, en almennt séð. Kjaftæði!

Að sjálfsögðu eru nánast engar líkur á að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna verði skert þannig að eina leiðin til að lágmarka misréttið er að starfsmenn á almennum vinnumarkaði nái að bæta sín lífeyrisréttindi t.a.m. í komandi kjarasamningum. En málið er bara að ofboðslega margir atvinnurekendur-fyrir utan þá sem græða miskunnarlaust á þeirri þjónustu sem við þurfum hvað mest á að halda í daglegu amstri sbr. síma, eldsneyti, bankaþjónustu ofl.- þeir atvinnurekendur, hafa ekki bolmagn í að keppa við slík lífeyrisréttindi.


Ég segi eftirfarandi með FULLRI virðingu fyrir viðkomandi starfsstéttum: Að gerast kennari, hljóðfæraleikari í sinfóníuhljómsveit, læknir eða hjúkrunarfræðingur hljómar æ betur ….. ekki satt!!