Skortur er á því að almenningur þekki sín réttindi sem þó eru til staðar varðandi málsmeðferð hvers konar af hálfu stjórnvaldsaðila, er taka ákvarðanir um líf fólks á hinum ýmsu sviðum.

Kynning á lagasetningu þessari var einn upplýsingabæklingur fyrir ég veit ekki hvað mörgum árum síðan.

Þótt stjórnsýslulögin taki til starfssemi hins opinbera gagnvart borgurunum þá ættu þau hin sömu einnig að vera viðmið til handa einkafyrirtækjum um góða stjórnsýsluhætti.

Ég hvet menn til þess að fara og skoða lög þessi ekki hvað síst annan kafla laganna er heitir “ Sérstakt vanhæfi ” þar sem ígrundað er í 5. liðum hvernig hver geti talist vanhæfur til málsmeðferðar.

Má í þvi sambandi velta fyrir sér siðferði á markaði viðskiptanna
hér á landi og þróun markaðslögmálanna og þeim spurningum sem velt hefur verið upp varðandi samráð markaðsráðandi aðila.

Til þess að borgararnir geti gengið eftir þeim réttindum sem þeir eiga lögum samkvæmt þá þarf þeim að vera ljóst hver þau eru.

Stjórnmálaflokkar þurfa að opna bókhald sitt og setja sér reglur í anda þessarra laga.

góð kveðja.
gmaria.