Hverjir eru það sem kenna sig við félagshyggju og hvað eiga þeir sameiginlegt?
Þegar baráttan var sem mest fyrir ný afstaðnar alþingiskosningar þá fór það varla framhjá manni áróður samfylkingarinnar: Mætumst í miðjunni.
Ég ákvað svona til að sýnast svolítið metnaðafullur og fordómalaus að kynna mér stefnu félagshyggjumanna og auðvitað aðrar stefnur enda af nóu að taka.
Flokkarnir voru auðvitað allir með sýna loforða og stefnulista en hver bauð best?

Ég komst fljót að þeirri niðurstöðu að allir flokkar og allar stefnur vildu ná fram sömu markmiðum en gera það á mismunandi hátt. Allir vildu skapa samfélag þar sem fólk hefði það sem best enda kannski ekki sterkur leikur að ætlast til þess að komast til valda á auðrum forsendum. En félagshyggjan var frekar aðlaðandi þar sem þeir töluðu mikið um að hjálpa þeim sem voru hjálparþurfi og að þeir komu með hin ýmsu dæmi um hina og þessa sem höfðu lent í hinu og þessu og þurftu því aðstoð. Frjálshyggjumennirnir í heimdalli sem ég talaði við voru bara ekkert á því að ríkið ætti að skipta sér að því að vera að hjálpa hinum og þessum og það eina sem kom frá þeim var: lækkum skatta og látum fólk hjálpa sér sjálft eða góðgerðastofnanir standa í þessu. Síðan komu dæmi um að ef hér væru lægri skattar þá myndi fólk frekar borga í góðgerðamál.
Ég veit nú bara ekkert um það en allageva þá myndi ég ekki borga í neitt slíkt hvort sem hér væru skattar eða ekki skattar. Ég var því alveg á því að fara og kjósa samfylkinguna en þá kom í ljós að félagshyggjumenn í VG og xB voru einnig að tala um að hjálpa hinum og þessum. Nú var í vöndu að ráða allir vildu hjálpa en bara voru ekki smmála um hverjum átti að hjálpa,

Það var ekki fyrr en það rifjaðist upp fyrir mér hið mæta máltak: “Gott er að telja peninga úr pyngju annara” að mér var ljóst að ég ætti ekki að kjósa neinn þeirra flokka sem voru að lofa mér þessu og hinu á kosnað skattpeninga annara. Það er nefnilega frekar auðvelt að tala um að gera góðverk og hjálpa þeim sem maður telur hjálparþurfi þegar maður ætlar sér ekki að vera góður fyrir eigið fé heldur fé annarra. Síðan er það hin eilífa deila þeirra hvaða sérhagsmunahópa eigi að styrkja og hverja ekki.
Á endanum þá varð mér ljóst að stelpan, á kosningasrkfstofu heimdallar sem svo áköf var að skýra fyrir mér hvernig frjálshyggjan væri í raun sangjarnasta kerfið, hafði kannski bara rétt fyrir sér.

Gerum ekki góðverk fyrir peninga annarra. Tökum miskunnsama Samverjan til fyrirmyndar og gerum góðverk eftir eigin efnum því það mun alltaf skila sér betur til samfélagsins.

“If you have been voting for politicians who promise to give you goodies at someone else's expense, then you have no right to complain when they take your money and give it to someone else, including themselves”