Undanfarna daga er ég búinn að vera að fylgjast með umræðuni um vinstri – hægri hér á huga. Það sem Allir virðast þrá er velmegnun í samfélaginu og að allir hafi það gott. Sumir vilja reyndar að allir hafi það jafngott en aðrir að fólk hafi það gott hvort sem þeri hafi það jafn- eða misgott.
Þær mismunandi leiðir sem fólk vill fara hafa allar sína kosti og galla spurningin er bara hvort vegur þyngra.
Ég hef sjálfur tekið þátt í þessari umræðu og það kom mér virkilega á óvart að enn skuli vera til fólk sem telur að komúnismi sé málið. Ég rak mig oft á það að þeir sem voru að reyna að rökstyðja ágæti komúnismas töluðu flestir ef ekki allri um: 3 heiminn og fátæktina þar, hamingjuna og hvernig hún komi auðæfum ekkert við og svo auðvitað vondu ríku kapitalistarnir.

Mig langar að byrja á því að fjalla stuttlega um 3heiminn. Í þessum löndum er ekki hægt að tala um að sé nein hægristefna svo mér finnst hæpið að fara að tala um að það sé hægristefnunni að kenna hvernig komið er fyrir þessum ríkjum og að koma á komúnisma með þeim forsendum er fáránlegt. Auðvitað eiga einhverjir eftir að fara að glugga í mannkynssöguna og ætla að fara að benda mér á að þetta voru einu sinni nýlendur og því sé þetta allt vondu nýlenduherronum að kenna. Til ykkar þá langar mig að bend á að Ísland var nú lengi undir Danmörku og ekki þurfti að koma á komúnima til að koma hlutunum í gott lag hér.
Vandamál 3heimsins er einfaldlega spilling og illa skilgreindur eignaréttur. Þar af leiðandi getur markaðurinn ekki úthlutað auðlindum á skilvirkan máta, fjárfestar taka því ekki áhættuna á að fjárfesta í þessum löndum og af því stafar fátækt.

Hvað varðar hamingju þá er það einstaklingsbundið hvað gerir menn hamingjusama og hvað ekki. Þeir sem koma og segja að þeir hafi lifað bæði í fátækt og í mikilli velsælmd og að þeir séu lifandi dæmi um það að peningar og auðæfi geri menn ekki hamingjusama eru einfaldlega að lýsa eigin raun og skoðun en geta á engan hátt alhæft að sínar tilfiningar og skoðanir gildi fyrir alla. Ef þið teljið að peningar komi hamingju ekkert við verið þá bara fegin að það besta í lífinu er ókeypis en ekki nota það sem rök fyrir því að svipta menn einstaklingsfrelsinu og koma á miðstýrðu og þvingandi kerfi.

Og svo rétt í lokin þá langar mig að leiðrétta þan misskilning sem margir virðast hafa hvað varðar markaðinn og þegar talað er um áhrif hans og völd.
Markaðurinn er ekki einhver lítill hópur manna sem tekur ákvarðanir um hitt og þetta. Markaðurinn og atvinnulífið er ákvarðanir þúsunda manna(á íslandi allavega) um að kaupa og selja vörur og þjónustu og að framleiða þetta og hit á þennan eða hinn mátan. Auðvitað hafa sumir aðilar stórra fyritækja kannski örlítið meiri völd en þeir fengu þau því fólk ákvað að versla við þá og ef eitthavð betra býðst þá geta hlutirnir breyst. Gleymum því ekki að Hagkaup var hér nánast alsráðandi þegar bónus vara að byrja sem lítið fyrirtæki en hvernig er svo staðan í dag.