Það er alvörumál þegar tekjustofnar sveitarfélaga standa ekki lengur undir lögboðnu þjónustuhlutverki þeirra hinna sömu, hvort sem um er að ræða mennta, heilbrigðis, eða félagsmál.

Hækkun skatta og gjalda á hinn almenna borgara vegna þessa af hálfu sveitarfélaga hefur verið tilfinnanleg undanfarin ár þar sem fullnýtt heimild til álagningar skattprósentu er fyrir hendi, þar sem mismunur búsetu í sveitarfélögum skiptir skattgreiðendum í hópa, jafnvel á fjölmennustu svæðum.

Hinn almenni borgari hlýtur að gera þá kröfu að fulltrúar hins opinbera við stjórn ríkis og sveitarfélaga tali sig saman um þessi mál svo hægt sé að uppfylla það lögboðna hlutverk sem ákveðið hefur verið í þágu borgaranna.

Það er ekki nóg fyrir alþingismenn að guma af lagasetningu ef framkvæmd laganna er engin í raun, og fjármagn ekki fyrir hendi, né heldur verður hægt að hrópa húrra fyrir sveitarstjórnarmönnum ef þeir hinir sömu reyna ekki að
fá fjármagn til þess að framkvæmd laga nái fram að ganga.

Við sem borgarar þurfum þvi að veita okkar kjörnu fulltrúum til ríkis og sveitarfélaga það aðhald að benda á hvar lögboðið hlutverk skorti, hvað varðar að skattekjur hins almenna skattgreiðenda teljist þjóna honum sem heild.

góð kveðja.

gmaria.