Ingibjörg Sólrún kom fram í gær á flokksþingi Samfylkingarinnar. Ég heyrði hluta af ræðunnin og velti því fyrir mér hvað gerðist þegar ákvörðunin um framboð hennar til Alþingis, hvernig fór þetta allt saman fram. Bjóst hún við því að sitja áfram sem Borgasrtjóri, mér þykir það með ólíkindum ef svo er en annað má ekki heyra frá henni þar sem hún er sársvekkt út í R-listann fyrir að hafna áframhaldandi setu hennar sem borgarstjóri færi hún í þingframboð. Ég held að hún hafi ætlað sér mun minni hlutverk áður en hún kastaði Borgarstjórastólnum frá sér, eins og hún sagði í gær var henni það allan tímann ljóst að 5.sætið væri varaþingmannssæti og annað óraunhæft.

Össur tilkynnti þingframboð Ingibjargar með miklum gauragangi sem einkennti hagi þeirra fyrst um sinn enda virtist vera að þetta væri allt saman illa undirbúið og ekkert samráð hafi verið haft við R-listann. Jæja, þar fór Borgarstjórastólinn og hlutverk Ingibjargar óráðið. Því næst er ákveðið að gera Ingibjörgu að forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Ég kalla það kjánalegt pólitískt útspil hjá Samfylkingunni og í raun skil ekki hvernig í ósköpunum þeim datt það í hug að Ingibjörg gæti verið forsætisráðherraefni í 5.sæti og það varaþingmannssæti. Mér sýndist sem Ingibjörg hafi séð eftir þessu öllu saman í gær og hefði átt að fara hægar um sig, það er ekkert alltaf sem flokkar tilkynna forsætisráðherraefnið sitt og það er góð vangavelta hvort þetta hafi ekki bara verið auglýsingabrella? Eða er hægt að vera varaþingmaður og Forsætisráðherra, held ekki.
En samkvæmt ræðu Ingibjargar í gær er mér það ljóst að skipulagið var ekkert í byrjun hjá þeim og Ingibjörg er sársvekkt yfir þessu en heldur þó ótrauð áfram. Enda nýkjörin kvennskörungur ársins og óska ég henni til hamingju með það enda vel að því komin. Enda allir nema hún sem sem klúðruðu þessu t.d. Össur sem gat ekki setið á sér með að tilkynna þingframboðið og eins Fréttablaðið sagði “Ingibjörgu stillt upp við vegg af R-listanum” en það hefði hún hæglega getað komist hjá.

Þetta fer nú reyndar að vera þreytt umræðuefni en það sýnir það hversu undarlegt þetta er.
If fifty million people say a foolish thing, it is still a foolish thing.