Er Ísland frón farsælda eða höfum við að einhverju leyti misst sjónar á þeim markmiðum er leiða kunna þjóðina til farsældar ?

Miðast ganga okkar til góðs eingöngu við það að vort eigið nef nái
nógu langt eða erum við þjóð með samfélagslega vitund, þess efnis að hvert unnið verk er leggur hönd á plóginn sé sáning í framtíðarsjóð þjóðar vorrar ?

Frelsi eintaklingsins á að fylgja jafnrétti og bræðralag, hvort sem um er að ræða frelsi til handa fyrirtækjum á atvinnumarkaði eða fjölskyldum landsins.

Um þetta jafnrétti og bræðralag sem fylgja á frelsinu, þarf að standa vörð því annars mega mannleg gildi sín lítils á markaðstorgi peninganna og börn og gamalmenni og sjúkir kunna að verða afgangstærð í samfélagi voru vegna hagfræði þar sem hinn mannlegi þáttur er ekki með sem mælieining.

Allur sá hinn mikli hamagangur sem viðgengst í voru þjóðfélagi við að ná í sem mesta peninga á sem skemmstum tíma, litar þjóðfélagið allt og timaskortur er aðalvandamál nútímamannsins.

Það er því hverjum hollt að ég tel að líta ögn í eigin barm um
það frelsi sem við teljum okkur eiga og í hverju það er fólgið og vega og meta þau markmið sem hver og einn á hvað varðar, virðingu fyrir reynslu forfeðra og framtíð barnanna sinna.

Þarf að endurbæta þann ramma sem samfélagið skapar og með hvaða móti getum við látið okkur það varða ?

Til hamingju með þjóðhátíðardaginn.

góð kveðja.
gmaria.