Mikið þykir mér fyndið að sjá stjórnmálamenn og kjósendur annara flokka en samfylkingarinnar hafa áhyggjur af formannssæti Samfylkingarinnar. Það er orðið svo ríkt í íslenskum stjórnmálum að einungis einn maður sé frammi, og hann er óskoraður foringi, leiðtogi og andlegur ráðgjafi hjarðarinnar.
Með því að hafa þau tvo í fremstu víglínu er sem Samfylkingin hafi rofið einhverja dulda reglu sem gerir alla (aðra) forviða og rjúka upp til handa og fóta yfir hvurslags ástand þetta sé hjá næststærsta flokki landsins?
Allt í einu eru gall-harðir sjálfstæðis & framsóknarmenn farnir að hafa áhyggjur af engu öðru en hver sé Foringinn eiginlega. hvar endar þetta? kallar samfylkingin Jón Baldvin heim og verður með 3,“stjörnu” pólitíkusa? hvað verður þá um Jón? hvaða nafn verður á stöðu hans?
Það er samt bara þannig að það sem er þyrnir í augum flokssmanna ríkisstjórnarinnar og fylgismanna hennar er kostur í augum samfylkingarinnar. Tvær afbragðspersónur sem höfða til mismunandi hópa, Tveir reyndir stjórnmála-menn sem hafa það eitt að markmiði að byggja upp sterkan og framsýnan frjálslyndan-jafnaðarmannaflokk. Ég skora nú á alla þá sem eru utan samfylkingarinnar að hætta að hafa áhyggjur af okkur.
við munum spjara okkur, sjáið til!!!