Ein sú besta grein sem ég hef augum litið um þróun mála í íslenzkum sjávarútvegi birtist á Sjómannadaginn 1. júni.
undir fyrirsögninni “ Kvótakerfið ”

Greinarhöfundur Þorsteinn Árnason skipstjóri til 30 ára rekur þar þróun og offjárfestingar í allt of stórum skipastól landsmanna, þar sem hann lýsir áhrifum þeirra veiðarfæra svo sem botnvörpu og flottrolls á lífriki sjávar ( hafsbotninn ).

Hann spyr hvernig menn haldi að Grindvíkurhraunið muni líta út ef þar væru að störfum 50 jarðýtur allan ársins hring, ár eftir ár.

Hvort þar muni nokkurt skjól að finna eftir slíka athafnasemi sem hann líkir saman við þau nútíma veiðarfæri sem veitt er með hér á
Íslandsmiðum !

Hann spyr hvar náttúruverndarsinnar hafi verið og hvort sjávarbotninn sé ekki hluti af náttúruauðlindinni !

Skiptjórinn lýsir hinu gegndarlausa brottkasti og verðmætasóun sem fyrir hendi hefur verið í þessu kerfi sem L.Í,Ú hefur neitað að horfast í augu við frá upphafi kvótasetningar í sjávarútvegi, þar sem hagsmunaðilar ganga enn þann dag í dag með bundið fyrir augun í þessu efni.

Hér er um að ræða mál sem varðar hver einasta Íslending sem hyggst byggja þetta land, því ef fiskimiðin og fiskistofnar verða eyðilagðir þá mun það kosta þjóðina meira en orð fá lýst.

Grein þessi er raunsönn mynd af þróun mála sem grípa þarf inn nú strax með þá þekkingu sem til staðar er um lífríkið burtséð frá gróðasjónarmiðum einstakra útgerðaraðila, og peningastofnana sem einar hafa ráðið ferð hingað til.

Hvet ykkur til þess að lesa þessa grein.

með góðri kveðju.
gmaria.