Ég las fyrir stuttu grein um íslensk stjórnmál sem gengur undir titlinum:út úr öfgaskápnum og er eftir notanda að nafni: xDkynslodin.
Ég vil byrja þessa þessa grein á að senda stutt skilaboð til hans:
Mér finnst þessi skilgreining þín á stjórnmálum Íslands og afstöðu fólks til þeirra bara lýsa þinni vanþekkingu á pólitík. Þú ert kannski ekki nógu sterkur til að taka ákvörðun um hvort þú vilt vera hægri eða vinstrisinnaður en við hin erum búin að ákveða okkur. Þetta rugl um “hin gullna meðalveg” gildir kannski sumstaðar en ekki í pólitík.
Það er ástæða fyrir því að það er engin “almennilegur milliflokkur” á íslandi, þessi ástæða er fyrst og fremst skoðannaskipti.
Ég er persónulega mjög vinstrisinnuð, kommúnisti jafnvel, ef þið viljið hafa Það þannig. Vinstrimenn eru hlynntir því að fólk sé jafnt, okkar stefna er félagshyggja og ég mun aldrei skilja afhverju fólk vill hafa þetta einhvernvegin öðruvísi. Sjálfstæðisflokkurinn er til dæmis bara gerður fyrir ríka fólkið. Kapítalisminn á Íslandi er svo ríkjandi að fólk gengur í fötum merkt þessari stefnu en á svo che guvera bol heima í skúffu.
Það sem ég er að reyna að segja er að fólk á að vera samkvæmt sjálfu sér og ekki tala um hluti sem það veit ekkert um, mér finnst fáránlegt að fólk kaupi föt sem lýsia stjórnmálastefnu eða táknar málstað einhvers málefnis sem það veit ekkert um.
Sem dæmi má taka týpískar unglingsstelpur, eiga þær ekki allar buxur með das kapital þrykkt aftan á og che guvera bol? Þær vita flestar ekki einu sinni hvað maðurinn heitir.