Nú hef ég verið að fylgjast með á Alþingi umræðum um kæru frjálslynda flokksins og beiðni sjórnarandstöðunnar um rannsókn á meðferð utankjörstaðaatkvæða og ógildra atkvæða.
Finnst mér alveg hreint með ólíkindum hvernig hin nýja stjórn ætlar að veifa þessari umfræðu frá sér eins og um mýflugur væri að ræða.

Fyrir mér virðist sem ekki sömu lög gilda hvort sem er hér fyrir sunnan eða fyrir Norðan, svipað er með atkvæðavægi þar sem einn maður þarf færri atkvæði til að komast á þing frekar en annar í öðru kjördæmi.

Eru kjósendur virkilega sáttir við það að þitt atkvæði er tekið gilt en ekki vinar þíns sem býr fyrir norðan eða austan ?? þó að kannski hafi hæfir embættismenn í þínu kjördæmi gert hlutina eins og reglur kveða á, en í umdæmi vinar þíns hafi vanhæfir embættismenn gert bara það sem þeir héldu að ætti að gera?
Þá er ég núna að tala um utankjörfundaratkvæði!!!!
Varðandi það að Alþingi hafi úrslitavald með hvort enturtalning fari fram eða hvort rannsaka ætti einstaka þætti í framkvæmd kosningana, Fyrir mér er þetta algjörlega út í hött.
Auk þess sem Alþingi hefur vald til að eyða kjörgögnum.
“ Sönnunargögnum ”

Átti ríkissaksóknari þá bara ekki að senda baugsfeðgum bréf um það að hann hefði grun um misferli hjá þeim og vinsamlega væru þeir beðnir um að rannsaka hvort rétt það væri ??

Átti ekki bara að senda Olíufélögunum bréf og vinsamlega biðja þá um að rannsaka hvort um samráð væri á milli þeirra að ræða ??

Það segir sig alveg sjálft að dómari dæmir ekki í sínu eigin máli það er bara útilokað og útkoman segir sig sjalf!!!

Þó skeður það í dag þegar Alþingi og stjórnin dæmir í máli sem gæti hugsanlega en ekki endilega verið þeim í óhag.
Við hvað er stjórnin hrædd? getur hugsanlega verið að þegar samræmdar hafi verið reglur eða álit varðandi utankjörfundaratkvæði
að annað hvort verði atkvæði tekinn gild eða ógild, þegar ekki munar nema 13 atkvæðum á milli manna þá sé ég alveg fyrir mér miðað við fjölda ógildra atkvæða sem gætu hugsanlega verið tekin gild eða fjölda þeirra sem gætu verið ógild, að það gæti skipt sköpum varðandi löglega kosningu alþingismanna.

Vitaskuld er of seint í rassin gripið núna þegar Dómarinn hefur dæmt í máli sem gæti komið honum illa
“ Dómurinn var fyrirsjáanlegur ”
En er það ekki umhugsunarvert með framtíðina í huga að það verði tryggt að við Íslendingar njótum sama réttar, sama hvar á landinu við erum.

Endilega leyfið mér að heyra ykkar álit á þessu máli, sérstaklega þar sem svona mál eiga ekki að koma upp í þroskuðu lýðræðisríki.

Kveðja
Geiriv