Ég var einu sinni vinstrimaður. Ekki bara vinstrimaður heldur hálfgerður kommúnisti, enda ólst ég upp hjá einum kommúnista og einum krata sem umgengust eiginlega eintóma vinstrimenn af ýmsu tagi og mikið af kommúnistum. Hræsni vinstrimanna hefur gert það af verkum að ég er það ekki lengur.
Ég þekki ótal sögur af góðverkum hægrimanna sem þeir hafa unnið bak við tjöldin og sögur af hvernig vinstripólítískusar hafa stungið jafnvel vini sína í bakið þegar þeir voru í neyð. Nánir vinir mínir hafa lent í þessu…og þeir kjósa ekki lengur vinstriflokkana og munu aldrei gera.

Vinstrimenn eru hræsnarar. Þeir þykjast vinir “litla mannsins” og vilja “jöfnuð allra manna”, en hvað gera þeir í raun? Eftir að R-listinn komst til valda hefur fátæku fólki í Reykjavík verið sniðinn svo þröngur stakkur að margir hafa lent á götunni vegna óþægilegra reglubreytinga sem R-listinn hefur gert um húsnæðismál og slíka hluti. Ég veit um fólk sem er á götunni af þessum sökum.
Ég ætlaði ekki að ná andanum af hneysklun og fyrirlitningu þegar ég heyrði fyrst um grimmdarverk vinstrimanna gegn fátækum, en svona hafa þeir alltaf verið tvöfaldir í roðinu og tilbúnir að nota, svíkja, ljúga og blekkja…Sjáið bara Austur Evrópu! Ekki nema von að vinstristjórnmál eru stundum nefnd “the left hand path” sem merkir líka svartigaldur. Hvað voru Sovétríkin? Do the right thing - vote right!

Ég hvet ykkur til að lesa þessa grein, þar koma fram sjónarmið öryrkjans Unnar sem R-listinn hefur eyðilagt lífið hjá, og hversu miklu verra líf hennar varð eftir að R-listinn komst til valda. Þetta er saga allra þeirra sem minna mega sín í Reykjavíkurborg.

Fólk talar mikið um Ingibjörgu og svik hennar við borgina þegar hún fór frá völdum…….Það var þó kannski eini greiði hennar við borgarbúa eftir að hafa eyðilagt líf ótal öryrkja og einstæðra mæðra með relgum sem R-listinn hefur sett til að herða sultarólina hjá þeim fátæku og bregða fæti fyrir börn þeirra sem minna mega sín hér á landi. Svik hennar og allra R-lista manna við borgarbúa fóru fram löngu áður en Ingibjörg sagði af sér, og það eru svik við fólk eins og Unni.

Ég hvet þig til að lesa þessa grein með opnum huga og gefa því séns að kannski hafi verið logið að þér, þá verður þú kannski hægrimaður eins og ég.



„Ef þeir klúðra jafn miklu“
Ásta Möller alþingismaður
„1994-1995 greiddi Unnur 19.419 krónur á mánuði í húsaleigu en átta árum síðar, í mars 2003, greiddi hún tæpar 48 þúsund krónur til Félagsbústaða vegna sömu íbúðar.“

Unni var mikið niðri fyrir þegar hún hringdi í mig. Hún er öryrki, fær fullar bætur frá almannatryggingum og býr í leiguíbúð á vegum Reykjavíkurborgar. Við þær aðstæður kom hún fjórum börnum til manns og er stolt af þeim. Hún bað mig um að skrifa grein fyrir sína hönd til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Minni aðstoð við fátæka
Hún hafði lesið grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. Þar fjallaði ég um þá niðurstöðu rannsóknar Hörpu Njáls að ásókn til hjálparstofnana vegna fátæktar hafi m.a. aukist eftir að Félagsþjónustan í Reykjavík herti reglur um aðstoð til fátækra á árinu 1995, eftir að R-listinn tók við völdum í borginni. Breytingarnar fólu í sér að hætt var að taka tillit til fjölskyldustærðar eða fjölda barna þegar upphæð fjárhagsaðstoðar var ákveðin, hætt var að veita aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, t.d. ferminga í fjölskyldunni og fátæktarmörk Félagsþjónustunnar voru fryst á tímabilinu 1995-1999. Þegar bætur almannatrygginga hækkuðu, lækkaði viðbót Félagsþjónustunnar um sömu upphæð.

150% hækkun á húsaleigu
Unnur vildi benda mér á að jafnhliða hertum reglum um aðstoð við fátæka hafi húsaleiga á vegum borgarinnar hækkað langt umfram verðlag og aukinni hörku beitt gagnvart þeim sem standa ekki í skilum. Áramótin 1994-1995 greiddi Unnur 19.419 krónur á mánuði í húsaleigu en átta árum síðar, í mars 2003, greiddi hún tæpar 48 þúsund krónur til Félagsbústaða vegna sömu íbúðar. Hækkunin er um 150%! Þeir sem lenda í erfiðleikum með greiðslu fá fljótlega að finna fyrir lögfræðikostnaði og hótunum um útburð. Allt þetta kemur fram í gögnum sem Unnur lét mér í té.
Fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, sem var verkstjórnandi á því tímabili sem hér er um rætt, hefur mörg orð um fyrirætlanir sínar og Samfylkingarinnar um að bæta hag þeirra sem verst hafa kjörin. Þeir sem trúa því ættu að hafa varnaðarorð Unnar R. Jóhannesdóttur í huga, þegar þeir ákveða hvernig þeir ætla að verja atkvæðum sínum næsta laugardag 10. maí. Þrátt fyrir ótta um hugsanlegar afleiðingar fyrir sig og fjölskyldu sína, óskaði hún eftir að koma fram undir nafni í þessari grein. Hún sagðist engu hafa að tapa.

Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og situr í 5. sæti framboðslista flokksins í Reykjavík norður.

(Innskot mitt:Greinin er tekin af http://www.xd.is þar sem ótal fleiri greinar um þetta efni og hvernig hinn viðbjóðslegi R-listi hefur legið við háls fátækra í Reykjavík eins og blóðsuga og sogið frá þeim allt líf með viðbjóðslegum rotnandi vígtönnum.)

Sjáumst!

xDkynslodin