Ég hef tekið eftir því í mínum skóla að 73. grein stjórnarskrárinnar, sem á að tryggja okkur tjáningar frelsi virðist skipta litlu fyrir kennara í grunnskólum, þeir láta eins og nemendurnir hafi ekkert að segja og hafi enga þroskaðar hugmyndir eða skoðanir. Ég nefndi þetta við aðstoðarskólastjóran, og ´hann hélt því fram að það væri til reglugerð sem leyfði skólum að brjóta þetta ákvæði stjórnarskrárinnar til að halda uppi aga, er þetta satt? Ég veit það ekki, en ég veit að það getur ekki verið mjög uppbyggjandi fyrir grunnskólanema að vera sífellt bældir niður á þennan hátt, lífsreynslurnar sem þeir verða fyrir í grunnskóla koma til meða að hafa áhrif á allt líf þeirra að meira að minna magni, það fer eftir manneskjunni, mér finnst að það ætti að gefa grunnskólanemum fleiri og betri tækifæri til að tjá sig munnlega, ef þeir fá ekki að gera það þá gera þeir það inní í kennslustund og það er það sem veldur agaleysi.