Er eitthvað vit í því að kalla þetta „loforð“? Loforð er það sem maður á að halda „no matter what“. Ef maður lofar vini sínum að mæta í brúðkaup hans og vera svaramaður eða hringberi, þá gerir maður það þótt manni hafi verið tilkynnt um að maður muni deyja af krabbameini innan þriggja mánaða, klukkutíma fyrir athöfnina.

Getum við sagt slíkt um kosningaloforð?

Nei, það getum við ekki. Orðinu „loforð“ er einfaldlega ofaukið hér. Þetta er ekkert nema það sem flokkarnir segjast munu stefna að og reyna að koma í gegn ef hægt er. Nú hafa bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur „lofað“ skattalækkunum. Segjum nú að annar hvor flokkurinn komist í stjórn, en ekkert verði af lækkununum. Eigum við þá að segja „A ha! Þetta eru ekkert nema bannsettir lygamerðir!“?

Nei, ekki endilega. Samfylking (ef þeir vinna) gætu t.d. lagt fram fjárlagafrumvarp, algerlega í samræmi við það sem var „lofað“, en það verið fellt. Þá gengur ekki að segja eftir fjögur ár: „Jæja já! Samfylkingin efndi ekki skattalækkunarloforð sitt!“ Ekki gleyma að nákvæmlega það sama gildir um Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og alla hina.

Kosningaloforð eru ekkert nema stefnuyfirlýsingar; þótt ekkert þess sem flokkarnur „lofuðu“ hafi ræst, þá er ekki þar með sagt að við getum sagt að þeir hafi ekki haldið loforð sín.
All we need is just a little patience.