Vegna mikillar umræðu um fátækt í landinu undanfarið finn ég mig knúinn til að hripa niður nokrar línur til að svara ásökum hinna ýmissa manna.

Einhver sagði:

“Já en þetta er það ríkt land að það er auðveldlega hægt að laga hag þessara 20 þús manns án þess að allt fari í rúst hjá meðal og hátekjufólki!”

Ég get verið sammála þessum að nokkru leiti, en er þá ekki góð byrjun að lækka vsk. á matvælum og öllu því sem kemur virðisskattsaukaþrepinu. Sjáðu eitt fyrir þér: fólk sem hefur litlar tekjur en stóra fjölskyldu til að fæða, það fólk eyðir hlutfallslega mest allra af launum sínum í matarkosnað, þess vegna kemur það þessum hópi best að vsk. lækkar enn meira. Í kjölfar þess hefur það meira milli handanna til að greiða úr fátæktarnetinu sem það hefur flækst í, ekki satt?

Hvað með ömmu og afa sem “rétt svo geta lifað á lífeyrinum”, hann fer bara í að borga eignarskattinn af húsinu sem þau eru búin að eyða 50 árum í að borga af. Þau hafa miklu meira á milli handanna eftir að eignarskatturinn verður lagður niður, og geta notið lífsins enn frekar, ekki satt?

Það er af og frá að halda því fram að Sjálfstæðismenn séu svo harðbrjósta að þeim sé alveg sama um alla nema sjálfa sig. Mundi þá svona flokkur njóta stuðnings yfir þriðjungs þjóðarinnar? Við lifum ekki í einhverri draumaveröld Morpheusar þar sem allt er ljúft og fallegt, við sjáum skuggahliðar landsins, ó já, og þess vegna bregðumst við svona við.

Einhver sagði eitthvað á þessa leið; ekki gefa manninum fisk, heldur gefðu honum veiðistöng. Meikar það ekki sens eins og maður slettir?

Þótt að það sé áróður, þá sé ég ekki vit í neinu öðru en að merkja við X-D á morgun! Það kemur öllum vel!