Ég vildi nú bara benda ykkur netverjum á gróft dæmi um staðreyndafölsun Sjálfstæðismanna. Án þess að ég leggi dóm á allan þann hræðsluáróður sem hefur verið framreiddur af bláfálkum í þessum kosningum bendi ég á þetta eina dæmi, sem verður ekki véfengt. Jafnvel þið Sjálfstæðismennirnir getið ekki neitað þessu… og já, þetta eru engin mannleg mistök, það er nokkuð augljóst fyrir þá sem hafa minnsta vit á forritun. Hér fylgir email sem ég sendi Sjálfstæðismönnum, við skulum sjá hvort þeir verði búnir að kippa þessu í liðinn á morgun.
—-

Sælir Sjálfstæðismenn,

Vil bara benda ykkur á það að þessi skattareiknivél ykkar er meingölluð. Eins og Aðalritarinn ykkar hefur margsinnis bent á eru skattatillögur ykkar hagstæðari fyrir alla með yfir 104 þús kr. í mánaðarlaun en skattatillögur Samfylkingarinnar. Samkvæmt reiknivélinni eru skattatillögur D og Sf. hins vegar jafn hagstæðar fyrir einstaklinga með tekjur frá 69 þús kr. til 104 þús. kr. sem er einfaldlega rangt eins og þið ættuð ósköp vel að vita. Síðan væri kannski við hæfi að sýna tillögur annarra flokka þarna líka, en þess má geta að tillögur Frjálslynda flokksins eru hagstæðari fyrir alla einstaklinga með undir 250 þús. kr í mánaðarlaun og þær kosta m.a.s. 8 milljörðum minna en ykkar tillögur brúttó.
Vonandi kippið þið þessari staðreyndafölsun í liðinn sem allra fyrst, enda hæfir það varla svo mikilfenglegum og traustum flokki að standa í slíku.

Kosningakveðja,
<undirskrift>


Ég skora á netverja til að kíkja á http://www.xd.is/xd/kosningar_2003/skattar/reiknivel/ og sjá dæmi um hversu lygileg staðreyndafölsun Sjálfstæðismanna er orðin.