Mikið er nú dásamlegt að vera íslendingur.
Mikið er gott að búa á landi þar sem gott að geta um frjáls höfuð strokið og notið þess að eiga frelsi til að ákvarða fyrir sjálfan sig það sem maður vill í lífinu og það sem maður vill börnum sínum sem er yfirleitt það besta.
Þó eru á þessu brotalamir eins og svo mörgu öðru. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun GALLUPS bendir flest til þess að við ætlum að kjósa yfir okkur Krulla Oddsson rétt eina ferðina enn. Hræðsluáróður Sjálfstæðisflokks og Framsóknar viðrist vera að virka í landann.
Er ekki allt í lagi með okkur?
Hrædd við að breyta? er það málið? Hugsið hlutina örlítið lengra segi ég. Ekki eru þessir blessuðu menn og eilífir frekar en við hin. Einhverntímann verður að breyta er betra að bíða með það í fjögur ár í viðbót?
Ég segi að það sé tími til þess núna. Ingibjörg Sólrún er verðugur kandídat í sæti forsætisráðherra. Hún sýndi það og sannaði í sæti borgarstjóra að hún er manneskja sem lætur hlutina gerast. Það eru kostir sem virðast að flestu hafa yfirgefið okkar ágæta núverandi forsætisráðherra. NEI? Veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Maðurinn er hættur að nenna að mæta í umræðuþætti nema hann fái að koma þangað einn! Er það málið.. að svara bara ekki fyrir gjörðir sínar, góðar sem slæmar, síðasta kjörtímabil? Ljóst er að hann vill ekki ræða hlutina heldur mála sem svartasta mynd af einhverju VINSTRI þetta og hitt. SKO! Þessi “vinstri” tilvitnun í stjórnmálum á við um eitthvað sem flokkaðist einusinni undir Kommúnisma. Hann er bara löngu búið spil á Íslandi. Þó virðast angar hans teyja sig hvað helst inní raðir D-listanns og þá með þeim hætti að það megi bara ekki ræða hlutina og þeir sem leyfa sér það eru rakkaðir niður í svaðið svo varla sé leið til uppúr því. Það er ástæða fyrir því að lýðræðisríki á borð við Bandaríkin (sem sjálfstæðisflokkurinn lítur mikið til) hafa sett þá reglu í stjórnarská sína að valdamesti maður þess, forsetinn (á íslandi Forsætisráðherra) fái aðeins að sitja á sínum háa hesti í 8 ár. Afar okkar og ömmur börðust fyrir sjálfstæði okkar til að losna undan konungsveldi Dana. Þurfum við að fá annan Konung?
16 ár er of mikið á valdastóli HVERNIG SEM Á ÞAÐ ER LITIÐ!
Ísland er ekki lengur konungsríki.
Allt tal um svik Ingibjargar er ein brella á borði sjálfstæðismanna. Teiknuð upp af hinum vanmetna Birni Bjarnasyni, sem sá fram á það að ef hann myndi tapa borginni myndi hann þá hafa eitthvað á Ingibjörgu ef hún ætlaði að bjóða sig fram til alþingis. Ég fagna því að Ingibjörg bauð sig fram að þessu sinni. Vissulega er hægt að mála svarta mynd af því að brjóta loforð sín. Ég minni þó á að Framsóknarflokkurinn lofaði því að gera ísland að eiturlyfjalausu landi árið 2002. Stundum er bara ekki hægt að standa við stóru orðin. Eiturlyfjaloforðið var afar heimskulegt af framsóknarmönnum. Yfirlýsing Ingibjargar um framboð var knúin fram af andstæðingum hennar og var eitthvað sem ekki var hægt að lofa á þeim tíma en var Cheap-shot á sínum tíma.
Að lokum minni ég á það að Ingibjörg lýsti sig tilbúna til að gegna áfram stöðu borgarstjóra. Það voru framsóknarmenn og vinstri grænir sem ekki gátu sætt sig við það.