Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á það að jafn aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu sé tryggður, skilvirkni aukin og skipulag og rekstur kerfisins endurskoðaður.

Landsmenn hafa nefnilega ekki jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu á það atriði skortir verulega.
Smkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu skal hver einasti landsmaður hafa sinn heimilislækni en sú er ekki raunin því stór hluti íbúa á Suðvesturhorninu og Suðurnesjum er án þeirrar þjónustu eins og staðan er í dag.

Ráðherra Framsóknarflokksins hefur því miður ekki tekist að koma á samningum um þjónustu við þennan hluta landsmanna enn sem komið er.

Hér er um að ræða tugi þúsunda manna, sem ekki geta leitað læknis með algeng vandamál eins og hálsbólgu, nema að keyra tugi kílómetra á eigin kostnað og borga tvöföld komugjöld á sjálfstætt rekna læknastöð, ellegar leita á bráðadeildir sjúkrahúsa.
Bráðadeildir sem hafa nóg önnur verkefni.

Hér skortir skilvirkni, og skipulagsáætlanir, þar sem þættir sem slíkir eiga aldrei að bitna á þeim er njóta eiga þjónustu þessarar með því móti að þjónustu skorti eins og raunin er.

Kostnaður svo sem komugjöld mega ekki hamla leitan fólks í heilbrigðisþjónustu.

Við í Frjálslynda flokknum höfum tekið undir tillögugerð A.S.Í, varðandi úrlausnir til umbóta í þessum málaflokki þar sem margar
ágætar tillögur er að finna m.a. varðandi kostnaðarþáttinn, þar sem samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða með tekjutengingum er verkefni sem þarf að vinna betur en verið hefur.

með góðri kveðju.

Guðrún María Óskardóttir
4.sæti Frjálslynda flokksins Suðvesturkjördæmi.