Persónulega finnst mér Ingibjörg Sölla vera með kreddukenndustu stjórnmálamönnum landsins. Nokkur sýnishorn úr hugmyndaheimi Sollu:


1. MENNTAMÁL. Lausnin á brottfalli úr framhaldskólum. Það sem Solla hefur til málana að leggja er gömul alþýðubandalagsklisja um “stutt starfsnám við hæfi”. Hún útskýrði aldrei nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði frá þessari stefnu.

Þetta er klisja frá 1970ogeithvað, þar sem áætlanir voru um að láta “fallista” úr menntaskólum fara í eins til tveggja missera “starfsnám við hæfi”. Nota bene, þetta er ekki á iðnskóla plani heldur meira í ætt við smíðar í barnaskóla. Hugmyndirnar eru sóttar til skotlands þar sem þessi lausn var notuð mikið í fátæktrahverfum þar. Hvað í fjáranum eru þessar hugmyndir að skjóta upp kollinum á íslandi árið 2003???

2. HÚSNÆÐISMÁL. Þegar Solla var í minnihlutanum í borgarstjórn var hún á móti uppbyggingu í grafarvogi. Ástæðan: jú, henni fannst plebbalegt að byggja hverfi fyrir “fínu frúrnar”?!! Hvað gerist síðan undir hennar stjórn í rvk. Lítil úthlutun lóða með tilheyrandi hækkun á íbúðarverði. Það var aldrei opinber stefna að byggja lítið. Það gerðist bara einhvernegin ekki neitt í þessum málum.

Það þarf ekki að taka það fram að Solla keypti sér stórt einbýlishús á nesinu fyrir stuttu.

3. UMFERÐARMÁL. Hún hefur mikið á móti bílum og bílaumferð (þ.e. bílum annarra).

„Þegar ég les svona þá finnst mér einkabílisminn eða bíllinn vera orðinn eins og skrímsli sem stækkar og stækkar og er á góðri leið með að kæfa okkur. Maður fær þá tilfinningu þegar maður les svona upplýsingar. Mér finnst gæta dálítið mikillar uppgjafar gagnvart einkabílismanum í því sem hér er sett fram, en um leið er eins og menn séu svolítið heillaðir af honum. Það er svona einhver stórborgarglýja í augum manna og það er eins og þeir sjái fyrir sér breiða strauma af bílum, brýr, slaufur og önnur fínheit.“

Hvað gerðist í umferðarmálum í rvk undir hennar stjórn?? Ekkert. Það var aldrei OPINBER stefna að vera á móti bílum. Eins og í húsnæðismálum gerðist bara einhvernvegin akkúrat ekki neitt í umferðarmálum.

3. SKATTAMÁL. Hækkaði skatta og gjöld þegar hún rúlaði í rvk. Aldrei stutt tillögur um skattalækkanir þegar hún hefur verið á þingi.

4. LÝÐRÆÐI. Ok, endalaust tal um “lýðræði”. 2 sinnum farið fram með r-lista. Bæði skiptin vildi hún ekki fara í prófkjör. Að auki var hún í 8unda sæti þannig að hún væri stikkfrí ef r-listinn næði ekki meirihluta. Var valin í 5ta sæti á lista Samfó án prófkjörs og nú síðast ráðherraefni þótt hún komist ekki á þing.

5. FRELSI. Hefur alltaf verið á móti frelsi einstaklinga í hvaða formi sem er. Sjónvarp, bjór, verslunartími osfr.

„Talandi um einkavæðingu þá er hún mjög lofuð og prísuð vegna þess að samkeppnin sé svo góð, það sé í eðli sínu gott að standa í samkeppni. Ég er alls ekki þeirrar skoðunar. Ég held að samkeppni sé dýr og almennt til leiðinda.“ Ja hjerna.

Nú tjúttar hún og tjallar á xinu ”ég er frjáls, lalala…“.

6. EINKAVINAVÆÐING (aka STOFUVINAVÆÐING). Jú, á móti spillngu en stofnar í sífellu ”stofur“ (jafnréttisstofa, borgarfræðastofa, miðbæjarstofa og hvaðþettaheitirnúalltsaman) og ræður síðan vinKONUR sínar í feit embætti í nýstofnuðum ”stofum“ (Kristín Halldórs einkavinkona og ”baráttufélagi“ úr kvennalistanum td).

Við hverju er að búast af manneskju sem var VINSTRA megin við Alþýðubandalagið í Æskulýðsfylkingunni.

Og lokatakmarkið hjá Sollu: Jú, hún segir að ”sósíalisminn sé lokatakmarkið“. Kræst.