Ég kveikti á sjónvarpinu hérna áðan og sá þar nýja auglýsingu frá Samfylkingunni. Í henni var því haldið fram að við værum langt á eftir öðrum norðurlandaþjóðum hvað viðkemur menntamálum. Þetta er náttúrulega ekki satt og ætla ég nú að benda á hvað hefur verið gert i menntamálum í tíð Sjálfstæðisflokksins.

Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa haldið því fram að íslenskt menntakerfi sé “fjársvelt”. Lítum á staðreyndir málsins. 14,5% útgjalda hins opinbera fara til menntamála hér á landi. Þetta hlutfall er hvergi hærra í allri Evrópu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Hagstofu Íslands voru heildarútgjöld Íslendinga til fræðslumála 6,3% af landsframleiðslu. Af öllum ríkjum heims er hlutfallið einungis hærra í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð og Danmörku. Mikil áhersla hefur verið á menntamál hér á landi undir forystu Sjálfstæðisflokksins, eins og sjá má af því að útgjöld hins opinbera til menntamála sem hlutfall af landsframleiðslu
hafa vaxið úr 4,2%-4,4% um og eftir 1990 í 5,75% nú. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa einnig reynt að gera lítið úr stefnu
Sjálfstæðisflokksins í menntamálum. Lítum aftur á staðreyndirnar. Háskólum á Íslandi hefur fjölgað úr 3 í 8 á síðustu árum. Framboð á námi og valfrelsi hefur aukist verulega. Sett hefur verið ný metnaðarfull námskrá fyrir leikskóla, grunnskóla og bóknámsdeildir framhaldsskóla. Ráðist hefur verið í verkefni í tengslum við
tungumálkunnáttu, fartölvuvæðingu, rafræna menntun, upplýsingatækni og fatlaða, fjar- og dreifnám, skólastarf og lýðræði, einelti, konur og vísindi, menntun nýbúa og fleira og fleira. Óhætt er að fullyrða að notkun upplýsingatækni í
skólastarfi og aðgengi Íslendinga á námi óháð búsetu (fjarnám) sé með því besta sem gerist í heiminum í dag.

Ég tel að Samfylkingin og ekki síður kjósendur allir verði að hafa þetta í huga þegar kemur að umræðu um menntamál. Árangur Sjálfstæðisflokksins í menntamálum er staðreynd og því má ekki gleyma. Höfum þetta í huga á Laugardaginn þegar að við förum á kjörstað. Verum Blátt Áfram setjum X við D