Ég fékk sendan áhugaverðan tölvupóst núna í morgun og langar til þess að deila honum með ykkur. Ég vona að þetta fái ykkur til þess að íhuga aðeins hver sannleikurinn í hinni eilífu fátæktarumræðu er og einnig hvort að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki eftir allt raunhæfur kostur til þess að draga enn meira úr fátækt sem að því miður er staðreynd í Íslensku samfélagi.
Fátækt barna einungis minni í Svíþjóð
Samkvæmt rannsókn Sigurðar Á. Snævarr borgarhagfræðings hefur fátækt barna
minnkað á Íslandi frá árinu 1995. Í rannsókninni kemur fram að fátækt meðal
barna sé mjög lítil á Íslandi og að við getum státað af því að Svíþjóð er eina
landið þar sem sambærilegar athuganir sýna minni fátækt meðal barna.

Fátækum fækkaði um helming
Samkvæmt niðurstöðu Sigurðar voru 4,2 % einstaklinga undir skilgreindum
fátæktarmörkum árið 1995. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós var að 2%
einstaklinga hefðu verið undir fátæktarmörkum 2001, miðað við fátæktarmörk 1995
á verðlagi ársins 2001. Þetta þýðir að þeim sem lifðu undir skilgreindum
fátæktarmörkum fækkaði um helming.

Kaupmáttur hefur aukist 9 ár í röð
Frá árinu 1994 hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 33%. Kaupmáttur
lægstu launa hefur aukist um 50% og kaupmáttur bóta almannatrygginga hefur
aukist um 41%. Meðalkaupmáttaraukning á sama tíma í ríkjum OECD er 13%.

Raunverulegar kjarabætur
Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að síhækkandi kaupmætti sem dregur ótvírætt úr
fátækt. Lækkun tekjuskattsprósentu um 4 % mun leiða til hækkunar
skattleysismarka um 8 þúsund krónur á mánuði sem skilar sér beint til
lágtekjufólks. Þá eru lækkun virðisaukakatts af matvælum, húshitun og rafmagni
og hækkun barnabóta um 2.000 milljónir króna raunverulegar kjarabætur sem skila
sér beint til þeirra sem minnst hafa.