Í mars 2003 sendu samtök verslunarinnar nokkrar spurningar á
sjórnmálaflokkana. Ein þeirra var:

Telur flokkurinn að halda eigi áfram einkasölurekstri ríkisins á áfengi?

Svörin voru svona:
Framsókn: Skiptar skoðarnir, ekki verið mótuð stefna.
Frjálslyndir: Já, á sterku víni.
Samfylkingin: Já.
Sjálfstæðisflokkur: Nei. Leggja skal niður ÁTVR og selja eignir þess.
VG: Já. (langur text um forvarnir)


S.s bara Sjálfstæðisflokkurinn er á þessari skoðun, aðrir ekki.
Löngu útgáfun er hað finna hér:
http://www.svth.is/frettir/samantekt.xls

Þar má meðal annars sjá að Samfylkingin ætlaði þá ekki að lækka neinn
virðisaukaskatt. Það hefur líklega breyst strax eftir landsfund
Sjálfstæðisflokksins… Stefnufestan alltaf í fyrirrúmi á þeim bænum.