Þeir sem eitthvað kynna sér ástandið í heilbrigðiskerfinu gera sér fljótt grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er að hruni komið. Það er geysilega umfangsmikið og dýrt í rekstri en það sem skiptir meginmáli er að kostnaður sjúkra er hefur hækkað hættulega mikið.

Eitt af meginstoðum velferðarkerfisins er öflugt heilbrigðiskerfi sem “grípur” fólk þegar það lendir í þeirri stöðu að veikjast. Það hefur alltaf verið grundvallarsjónarmið á Íslandi eins annars staðar á Norðurlöndunum að samfélagið ætti að taka við þegar hjúkra ætti fólki. Í dag er svo komið að fólk sem þarf á rannsóknum, lyfjum og þarf að fara í heimsóknir til sérfræðinga þarf að greiða háar upphæðir. Þarna er greinilega um “brot” að ræða á þeirri grundvallarreglu í siðmenntuðu þjóðfélagi að aðgangur að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu sé takmarkaður með gjaldtöku.

Dæmi 1: Atvinnulaus maður veikist og þarf að gangast undir rannsóknir o.fl. Hann er ekki lagður inn á sjúkrahús og er útskrifaður innan sólarhrings. Reikningur getur numið allt að 40.000 kr.

Dæmi 2: Einstæð móðir þarf á aðgerð að halda hjá sérfræðingi sem tekur um 30 mínútur. Hún þarf að greiða um 20.000 kr. Hún fær uppáskrifðu lyf að lokinni aðgerð sem kosta um 10.000 kr.

Dæmi 3: Maður greinist með krabbamein og þarf að gangast undir rannsóknir, viðtöl og þess háttar á spítala. Fyrsta mánuðinn hefur hann greitt um 50.000 kr. þrátt fyrir að vera kominn með afsláttarkort frá Tryggingarstofnun.

Dæmi 4: Ellilífeyrisþegi fær uppáskrifuð lyf um á kr. 7.000. Hún hefur ekki efni á að leysa lyfin út og geymir því enn lyfseðilinn. Hún þarf að fara í röngenmyndatöku sem kostar um 11.000. Hún átti að fara fyrir 2 mánuðum en hefur ekki ennþá efni á því.

Ég spyr er þetta það þjóðfélag sem við viljum byggja? Alla vega lýsa þessi dæmi raunverulegum aðstæðum fólks í dag. Því miður hef ég ekki heyrt neinn stjórnmálaflokk taka afdráttarlausa afstöðu í því hvort þetta eigi að vera svona áfram eða hvort þeir vilji hverfa af þessari ókristilega ástandi. Hvað finnst ykkur?