Jæja nú þegar Bandamenn hafa hertekið Írak finnst mér vert að fara aðeins í hvað stendur uppúr þessu viðbjóðslega stríði sem mesta veldi heims stendur fyrir.Fjöldi fólks hefur dáið og er að deyja en stjórnleysi ríkir í Írak sem herir Bandamanna hafa ekki mikin áhuga að stöðva.Það er orðið alveg ljóst að Bandamenn eru ekki velkomnir þarna en almenningur í Írak hefur gert þeim það nokkuð ljóst á síðustu dögum.

En auðvitað er það hið besta mál að dusilmennið hann Saddam Hussein hafi verið bolað frá völdum enda maðurinn fjöldamorðingi þó Bandaríkin hafi stutt hans helstu fjöldamorð gegn miljónun Írana.En forsendur þessa stríðs eru mjög óljósar en ekkert bólar á neinum gjöreyðingarvopnum en það virtist ávallt liggja í loftinu að þau væru ekki í Írak.Þannig að það eina sem stendur uppúr þessu stríði er að Bandamanna ná að losa þjóð undan kúgun einræðisstjórnar en ef það var markmiðið hljótum við að eiga vona á “krossferð” bandamanna um gjörvalla Afríku, Arabíu og Asíu.

Kostnaðurinn við þetta stríð er gígantískur og ef einhvað af þessum pening hefði verið sett í hjálparstarf í þriðja heims löndum hefði verið hægt að bjarga fleiri mannslífum en við getum ýmindað okkur.Reyndar virðist áhugi vestrænna ríkja á að gera einhvað fyrir þriðja heimsríkin vera mjög takmarkaður en sameiginlegt átak gæti gert kraftaverk fyrir þriðja heiminn.En auðvitað vitum við öll að Bandaríkin gera þetta ekki af mannúðarástæðum heldur ræður eiginhagsmunaestefna þeirra ríkjum í þessu.

En framkoma Bandaríkjanna við restina af heiminum í gegnum tíðina hefur verið með öllu óásættanleg en þó á það sérstaklega við nú á dögum.Nú virðist sem það hafi verið byrjað að sprauta bandaríska hermenn með móteitri við sýklavopnum fyrir um ári síðan þannig að leit vopnaeftirlitsins var greinilega skrípaleikur einn enda hefur Hans Blits tekið skýrt fram reiði sína í þessu máli.Bandaríkin fara í þetta stríð þvert gegn vilja helstu ríkja heims og hafa jafnvel hótað viðskiptabönnum.Nú er jafnel í deiglunni að setja herstöð í Írak til að styrkja stöðu bandaríkjanna í Arabaheiminum en þetta lýsir hve yfirgangsháttur þeirra er með ólíkindum mikill.
Bandaríkin eiga sök á flestum þjóðarmorðum af öllum þjóðum og nægir þar að nefna Hiroshima og Nagasaki en það gerir Bandaríkin að eina landi heims til að hafa notað kjarnorkuvopn.Svo má einnig nefna er þeir studdu einræðisstjórn Sandanista í Niquaraqa gegn byltingarsinnum og útvegum þeim vopn þannig að það er vel hægt að sjá að þeir spila tveim skjöldum, en þetta sýnir að Bandaríkin eru ekki alltaf á móti einræðis og herstjórn.

Fyrir utan talsvert mannsfall í Írak er talið að elstu menningarminjar heimsins hafi verið geymdar þar en hafa þær nú eyðilaggst eða verið rændar og nú þegar mikið af þeim komnar í verð í Frakklandi.Því þarf ekki að fara mörgum orðum um það menningarmorð sem Bandaríkin hafa framið í Írak en ljóst er þeir hafa rænt heiminn af mikilvægum söguminjum sem eru ómetanlegar.Enda hafa þegar 3sagt af sér í Bandaríkjum sem hafa komið að í menningarvarðveitingu hjá Bandaríkjaher.Á meðan herir Bandamanna voru uppteknir við að vernda olíuna höfðu þeir engan áhuga á hlutum sem eru heiminum miklu værðmætari enda hugsa þeir aðeins um sinn eigin rass.Einnig gæti maður verið að pota þeim óstaðfestu fregnum að bandarískir hermenn hafi skotið saklausa borgara sem dirðust að mótmæla veru þeirra.En auðvitað trúir maður ekki öllu sem maður fær í fréttum hvort sem það sé frá CNN eða Al Jazeira.Gamall frasi á líklega vel við hér “trúðu engu sem þú heyrir og litlu sem þú sérð”.

Þáttur Íslands í stríðinu hefur nátturulega verið til hreinustu skammar en á þessum tímum trúi ég ekki að margir séu stoltir að gangast undir Íslenska fánann.Fyrir utan stuðning okkar við stríðið sem setur okkar á bekk með þjóðum sem lifa á styrkjum frá Bandaríkjun þá dregur þetta vissulega úr okkar styrk innan Evrópu.Einnig þykir mér hreint með ólíkindum að hafa horft á RÚV sem er innilega að stimpla sig inn sem áróðursrás fyrir sjálfstæðisflokkinn.En RÚV voru altént duglegir við að sýna Bandarískar her og þjóðrembingsmyndir en voru þær ófáar sýndar á þeim vikum sem stríðið stóð sem hæst en Hrafn Jökulsson áttu einmitt mjög góðan pistil um það.Áður hef ég minnst á Halldór Ásgrímsson en það er orðið alveg deginum ljósara að þessi maður gengur ekki heill til skógar.Hann hefur gert sjálfan sig að athlægi, en vert að minnast að þegar hann sagði að Ísland myndi útvega unga drengnum í Bagdad sem hét Ali nýjar hendur þar sem við höfum stoðfyrirtækið Össur.Hver ætlar að segja drengnum að landið sem útvegar honum hendurnar samþykkti stríð gegn Írak og því eigi því óbeina sök að foreldrar hans og systkini dóu auk þess sem hendur hans voru sviptar.Ágætt var að hann var tilbúinn að láta hann hafa nýjar hendur en Það er sorglegt þegar menn eins og Halldór eru að slá sig til Riddara í fjölmiðlum á kostnað þessa drengs.En Halldór virðist líka vera tilbúinn að gera allt fyrir atkvæðin í dag og jafnvel syngja í sjónvarpinu.En einnig er ég viss um að núverandi ríkistjórn eigi eftir að fá þetta í hausinn því ég er viss um að almenningur á Íslandi muni sýna það í verki með því að að fella núverandi ríkisstjórn í komandi kosningum.

En það sem uppi stendur að Bandaríkjamenn hafa háð stríð sem kemur út sem klúður fyrir þá en það skiptir þá engu máli því allir eru hræddir við þá.Banaríkin mun reglulega fara í stríð til að sýna mátt sinn og megin og stimpla sig sem stjórnendur heimsins í dag.En ekki finnst mér það vera ýkjur þegar ég segji að Bandaríkin eru hið illa í heiminum í dag, ekkert nema morðóðir kúrekar……..