Sá flokkur sem sjálfstæðisflokkurinn var hér á árum áður, er því miður ekki sá flokkur sem við sjáum í dag. Markaðshyggjufólk með vit í kollinum getur ekki krotað við D, 10.maí. Fólk sem lengi vel hefur verið sjálfstæðismenn (og það stoltir) sjá fyrir sér að velja milli hinna valkostanna. Menn eins og Ellert B. Schram (S), Guðjón A. Kristjánsson(F), Sverrir Hermannson(F), Jón Magnússon(N) sem hafa mætt á landfundi síðan þeir muna eftir sér sjá sér ekki annað fært en að bjóða sig fram annars staðar.
Af hverju spyrja margir sig…. svarið er forsætisráðherra. Þeim manni hefur tekist að breyta flokki þar sem lýðræða var við lýði, í hagsmunaklíku í kringum sjálfan sig, þar sem hann deilir og drottnar.
Nokkrar staðreyndir um forsætisráðherra:
-Forsætisráðherra var hugfanginn af kommúnisma á sínum menntaskólaárum í MR. Það var bekkjarfélagi hans einnig, Kári Stefánsson. Þegar kratasonur ákvað að bjóða sig fram til Inspector scholae (formaður nemendafélagsins) fékk Kári Davíð til að bjóða sig fram, og var Davíð eins konar strengjabrúða Kára Stefánssonar í kosningunum. Davíð vann og varð formaður annars nemendafélagsins… og auðvitað átti því Kára að þakka.
Nú þegar Íslensk erfðagreining fær 20.MILLJARÐA ríkisstyrk þá læðast að manni ýmsar hugmyndir!
-Forsætisráðherra fékk að hafa kosningaskrifstofu sína fyrir prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í híbýlum Norðurljósa, fyrir leifi Jóns nokkurs Ólafssonar. En jón var ekkert að styrkja Sjálfstæðisflokkinn eingöngu, heldur styrkti hann flesta flokka seinna meir, sem margir segja að Davíð hafi ekki þolað.
-Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og “prófessor” í lögfræðum við HR (með miklum fyrirvara á orðinu PRÓFESSOR) OG forsætisráðherra eru mjög góðir vinir, og fara víst ósjaldan í veiðiferðir saman.
Þegar Jón Steinar fór með málið fyrir Samkeppnisstofnun að aðförinni að Norðurljósum þá fær maður ýmsar hugmyndir.
-Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, á nokkuð mikið magn af lóðum í borginni, sem hann fékk ÁN þess að keppa í útboðsformi, heldur fékk bara þegar forsætisráðherra var borgarstjóri.
-Málið milli forsætisráðherra, Hreins Lofts og Jón Ásgeirs………. fólk getur dregið sínar ályktanir frá því, en nokkuð grunsamlegt þykir manni að Hreinn sem var staðráðinn í að verja mannorð sitt í fréttum, og var byrjaður á því (ætlaði að klára það þegar hann kom heim), hætti skyndilega við.

Mikil umræða hefur myndast um að opna skuli bókhald flokkanna. Samfylkingin hefur 3 ár í röð flutt frumvarp um að flokkarnir skuli allir opna bókhald sitt, samt hafa þeir ekki gert það sjálfir. Frjálslyndir voru fyrstir til að opna sitt bókhald, svo komu vinstri grænir. En af hverju vilja sjálfstæðismenn ekki opna sitt bókhald? Því svara þeir með því að fólk eigi að vera óbundið af því að styrkja flokka. Hvað er það annað en yfirhylming yfir eitthvað sem ekki má sjá. Hvað hafa þeir að fela. Nú þegar spilling í flokknum hefur mikið verið á vörum manna, yfirlýsa þeir því að þeir vilji ekki opna bókhald sitt. Það er nú bara einum of grunsamlegt fyrir mig!


Svo þegar maður sér greyið sjálfstæðismenn vera reyna verja spillingu formanns síns, þá er svo augljóst að þau eru ekki með neitt mál, og því reyna að snúa út úr, hægri vinstri. Helst snúa út úr og yfir í málefnaumræður, þar sem þeir eru nú svo oft ágætir.
´
Sjálfur tel ég að forsætisráðherra hafi sturlast eitthvað á þessum valdatíma sínum, því þeir sem þekkja til hans, segja að þetta sé ekki sá Davíð Oddson sem það þekkti.