Kosningar snúast um svo miklu meira en bara eitthvað fólk. Ingibjörg, sem er forsætisráðherraefni Samfylkingar, er engan vegin örugg með þingsæti - þannig að ég er búin að vera að pæla að ef Samfylkingin verður í meiri hluta en hún kemst ekki inn verður hún þá forsætisráðherra??? (endilega svarið þessu ef þið vitið svarið)
Ég er þannig séð hlynnt því að það komi vinstri stjórn bara svo fólk geti séð muninn, en ég kýs þá samt ekki.
Einnig finnst mér rosalegt hvað fólk skrifar stór orð hérna, “sjálfstæðismenn eru morðingjar”, hvernig í ósköpunum geta þeir verið morðingjar ef þeir hafa engan myrt??? [NB kýs ekki sjálfstæðisflokkinn]
Já, ókei, Davíð og Halldór tóku þá ákvörðun að styðja Bandaríkjamenn og Breta í þessu stríði en það var í rauninni bara yfirlýsing. Ég er nú algjör friðarsinni en allir Íslendingar vita að ef það væri ekki fyrir Breta og Bandaríkjamenn værum við löngu farin á hausinn (sbr. þegar Bretar komu fyrst með herinn og fullt af fólki fékk atvinnu og Bandaríkjaher tók svo við). Auk þess er Ísland bara “litlu-Bandaríkin”.
Samfylking býður nú upp á mjög freistandi kosningaloforð sem er að afnema samræmd stúdentspróf og fleira tengt framhaldssnámi. En ég verð að segja að skattaloforðin eru frekar óraunsæ hjá bæði samfylkingunni og sjálfstæðisflokknum.
Kannski fer ég með rangt mál en svona hef ég allavega skilið hlutina og endilega leiðréttið mig ef þetta er eitthvað rangt.

með von um skemmtilega kosningabaráttu og ekkert skítkast,
snikkin

PS. Ég veit að Frjálslyndir og Vinstri-Grænir eru ekki í greininni minni en ég bara hef ekki heyrt mikið um þeirra stefnur. Auk þess hefur mér fundist vinstri grænir of öfgafullir, en það er bara mín skoðun - ætti kannski að kíkja á heimasíðuna hjá þeim á eftir.