Ég hef verið að spá í hvort ég ætti að styðja Sjálfstæðisflokkin eða Frjálslyndaflokkin, ég er tvímælalaust hægri maður. En það er ekki allt sem mér líkar við Sjálfstæðisflokkin þannig ég er að íhuga að styðja bara XF, ég er ekki komin með aldur til að kjósa en maður náttúrulega að byrja í svona hlutum snemma.

Ég hitti mann á Shellstöð í mínum heimabæ og sá hann með XF nælu, mér fannst það furðulegt út af því að það er ekki XF í mínum bæ en ég fattaði svo að þetta var náttúrulega Norðvesturnjörnæmi. Ég sagði við mannin að hann væri með flotta nælu. Eftir stutta stund kom maðurinn til mín og gaf mér næluna, sagðist vera með fullt út í bíl. Maðurinn gaf mér líka helling af XF dóti, þar á meðal fána, húfu, límmiða og nælur.

Mér líkar vel við frjálslyndaflokkin en veit ekki hvað ég á að gera. Ég hef alltaf verið sjálfstæðismaður en ég er að spá í að breyta aðeins um. Hvað segið þið kæru hugarar um þetta, getiði hjálpað mér í þessum málum?

Kv Ribbo.