Tuttugu fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á Ísafirði á nýliðnu ári og voru alls 28 manns grunaðir í þeim málum. Í einu málanna komu fjórir einstaklingar við sögu, tveir í fimm málum en einn í hverju máli í fjórtán tilvikum. Þetta kemur fram á Bæjarins besta.Í einu máli í mars var lagt hald á liðlega 20 lítra af landa, svo og hass. Í einu máli í september var um amfetamín, hass og ofskynjunarsveppi að ræða, hass og 184 töflur af ólöglegum vaxtarhormónum í einu tilviki og amfetamín og tóbaksblandað hass í einu máli. Í flestum tilvikum þegar hald var lagt á ólögleg efni var einungis um hass og tóbaksblandað hass að ræða.
Mér Finnst þetta mjög mikið magn miðað við hve þetta er lítið bæjarfélag og það er öruglega miklu meira í umferð því ekki næst náttúrulega öll efnin sem eru í umferð.

STINNI