Mér finnst fólk oft taka stjórnmál of alvarlega, auðvitað er verið oft að ræða háalvarleg mál á þingi en stjórnmálamenn eru að sjálfsögðu bara venjulegt fólk. Það eru stundum kannanir í blöðum um hvaða stjórnmálaflokkur er vinsælastur og óvinsælastur og svo er kannað reglulega í hvaða röð við setjum okkar þingmenn í vinsældum, ég meira að segja sá könnun um daginn um hvaða stjórnmálamaður Íslendingum fannst fyndnastur.

Mig langar því að tékka á nokkrum öðruvísi hlutum en þessar venjulegu kannanir. Endilega setjið inn þann sem þið tilnefnið í þeim flokkum sem þið hafið skoðun. Athugið að þetta er að sjálfsögðu bara til gamans gert og á ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr annars ágætum flokki Íslenskra þingmanna ;)

Mest sexý alþingismaðurinn:

Mesti lygarinn:

Fyndnasti:

Hr. Alþingi 2003:

Frú. Alþingi 2003:

Flottustu fötin:

Hallærislegasti:

Trúverðugasti:

Versta greiðslan:

Kvenlegasti karlmaðurinn á þingi:

Karlmannlegasta konan:

Virðulegasti:

Setjið inn ykkar álit og sleppið bara þeim flokkum sem þið hafið enga skoðun, ekki verra ef þið bætið við flokkum.

Kv. EstHe
Kv. EstHer