Jæja þá er þetta marg umtalaða stríð hafið!
Ég er á því að BNA og félagar séu á réttri braut (vinsamlegast ekki koma með rök gegn stríði, hef heyrt þau öll og rætt þau til þrautar). Þótt að það hryggi mig að sjá Sameinuðu Þjóðirnar gerðar tilgangslausar í leiðinni!
En ég vill kenna Frökkum og Rússum um það!
Mér hefur alltaf fundist skrítið hversu grjótharðar þessar þjóðir hafa verið í afstöðu sinni á móti valdbeitingu gegn Saddam Hussein. Mig grunar að það sem þeir hræðist mest sé að það komi í ljós hversu miklum peningum þeir hafa dælt í Saddam, til að tryggja sér samninga og fleira eftir að viðskipta banni hefði verið aflétt. Það er það eina sem að mér dettur í hug að hafi valdið því að Igor Ivanov gaf þau ummæli út, að Rússar myndu beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir hernað, sama hvað í tillögunni lægi!! Það þóttu mér sérstaklega skrýtin ummæli.
Og það er mjög greinilegt að Pútín er alvarlega stressaður, sagði t.d. í nótt að það yrði að stöðva stríðið strax. Af hverju hefur hann svona miklar áhyggjur? Það þýðir lítið að segja mér að þessi fyrrum KGB ofursti hafi svona rosalega áhyggjur af afdrifum barna í Írak!! Ekki hefur hann svona miklar áhyggjur af fólki í Tsjetsjeníu!!
Frakkar hafa þó haldið ró sinni betur en Rússar, og virðast ekki jafn örvæntingarfullir. Kannski að það komi í ljós eftir stríðið hvað hefur orðið um allt plútóníumið sem að hefur “týnst” í Rússlandi undanfarin ár!!

Ég vona bara að það versta sem að BNA og vinir þeirra finni í Írak séu skjöl um mútugreiðslur til Saddams og sona hans. Annars gæti allt farið til andskotans!
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”