veit ekki hvað manni á að finnast um einhverjar nýútsprungnar ,,keisaraynjur´´ …
eins og einhver kallaði SamfóSólrúnu.

helsti - og kannski eini??? styrkur hennar er að hafa sameinað sundrað lið í eina heild.
og ekkert er þarfara, - ekkert er þarfara einmitt núna en afl sem nær 35 - 40% fylgi, jafnvel þó það sé einhvers konar Blair-Clinton-bræðingur úr leifum af gamalli félagshyggju og kratabæklingum hehe …

því þegar Sverrir Hermannsson talar ,,ráðssstjórn´´, er það ekki nafngift út í loftið.
(þó hann geti trútt um talað, hafandi tekið þátt í alls kyns leynimakki og bankabraski hmmm …)

en sem forsætisráðherra … Ingibjörg Sólrún … ???

samt er ægilega gaman að sjá hvað hún á auðvelt með að hrista upp í gömlum fauskum í leðurstólum, og hollustu - Hólmsteinum, með einni tveimur setningum um spillingu og vantraust á valdamenn - og það þó þetta sé ekki nein merkileg sanindi sem hún segir, heldur bara gagg sem búið er að segja margoft …

mér dettur helst í hug, að það sé vegna þess að margt bendir til að dagar stjórnarinnar séu taldir, og flokkshollustugæjarnir í þægilega leðrinu sem hafa verið að leika sér að skattpeningum okkar og velja embætti handa vinum sínum, eru orðnir hræddir um viðvarandi atvinnuleysi í vor …

viðbrögðin við þessari yfirborðslegu - og innihaldslausu - ræðu sem Sólrúnin las í Borgarnesi, eru t. d. hysterísk, óskiljanleg paranoja.

lykta samt mikið af aðferðum þessarar framsóknar/sís/flokkshollustu/kristinna/hægristjórnar, sem hér hefur setið alltof, alltof lengi … og svo sem ekkert nýtt: yfirleitt er reynt að þagga niður gagnrýni á það sem Sverrir Hermannsson kallar með réttu ,,ráðstjórnina“ - með öllum ráðum.
það má ekki minnast á vantraust, það er nánast eins og að saurga fánann …

er þessi Sjálfstæðis - og Framsóknarstjórn heilög?
eða heldur hún sig vera það öllu heldur?

lögreglan varð líka óð og uppvæg af því Sóla vogaði sér að tala um minnkandi traust á stofnunum landsins, og nefndi lögguna í því sambandi. löggan mætti með e-a könnun, en hversu mikið er hægt að treysta þeim?

ég, fyrir mitt leyti, er a. m. k. ekki í vafa um að bæði ríkisstjórn og margar stofnanir hafa undanfarið rýrnað í áliti, ekki síst vegna Mútumáls Davíðs og afstöðunnar til innrásarinnar í Irak.

og þá skiptir litlu hvort löggan eða Davíð Oddsson veifi könnunum sem sanna eigið ágæti.
það segir manni líka lítið að einhver stofnun erlendis komist að þeirri niðurstöðu að á Íslandi sé spillingin minnst -
við erum jú ekkert voða mörg …!

hér er vissulega spilling, og aðallega í þessum rótgrónu hugsunarferlum sem ekki má hrófla við.

en þetta er eins og með úreltu ,,komma´´ grýluna - ákveðinn hugsunarháttur, sem einkennir þessa ríkisstjórn - birtist t. d. í því að þykjast vilja einkavæða, en vilja svo hafa hönd í bagga með hverjir fá að eignast hvað, - ákveðinn SÍS/bænda/kaupfélaga -hugsunarháttur er ennþá við lýði.

hvort SamfóSólrún breytir því - það efast ég um.

hún er klár, en mikið á yfirborðinu.

en sem forsætisráðherra … ???

hún er t. d. ekkert voða glúrin fjármálamanneskja.
hún lét aðra um að fela skuldir borgarsjóðs -

en notaði raunar ekkert óheiðarlegri aðferðir til þess en hér hafa alltaf tíðkast.

hvar ynni hún á alm. vinnumarkaði - ég held að hún myndi ekki ráða við að vera forstjóri Kaupþings, t. d.
til þess hefur hún ekki hagfræðina í lagi.
er heldur ekki nógu ósveigjanleg á bissnesska vísu.

kannski væri hún góð sem forstöðumaður sjúkrastofnunar t. d. - og ég held að Sóla væri fyrirtaks heilbrigðisráðherra.

hún hefur góða yfirsýn yfir takmörkuð mál, og ákv. hugsjónir í þá átt, t. d. yfir velferðarmál - sem Davíð hefur alls ekki - hann kúgar miskunnarlaust þá 3 - 5.000 íslendinga sem aldrei kvarta, en hafa samt undir 70.000 á mánuði.

en sem forsætisráðherra … ??? - já, kannski, en til þess fyrst og fremst að búa til nýtt afl, e. k. krata - miðju- afl í ísl. stjórnmálum, sem gæti haggað þessu hægravængs-ráðstjórnar-ofurveldi (svo maður noti nú klisjuna hans Sverris H. aftur hehe …)

þá spyr maður sig um leið:

það sameiningarafl, sem Sólrún vissulega var f. Rlistann, og er sannarlega þörf á í landsmálunum -
einmitt núna, áður en það rennur út í sandinn -
er það nóg ástæða til að sitja uppi með manneskju eins og hana sem færsætisráðherra - kannski nokkur kjörtímabil?

veit það ekki alveg.

einhvern veginn finnst mér að styrkur þessa ,,leiðtoga” sem Ingibjörg er, vera svipaður og hjá Össuri Skarphéðinssyni:
hún kann að blása blöðrur - og sprengja þær með hvelli.
hún er fádæma sjálfsörugg og fljót að koma fyrir sig orði.
þess v. er Davíð Oddsson ekkert sérstaklega áfjáður að hitta hana í kappræðum.

en Sólrún sem forsætisráðherra … ???

ég held að hún sé ofmetin, eins og þegar menn tóku Kennedy fram yfir Nixon, sem var miklu hæfari, þó hann væri ekki eins sætur.

má allavega passa sig á svona yfirborðspólitík.

og heldur fylgja þeim sem eru það sem þeir þykjast vera.

þeir eru bara of fáir …