til “Jerry Lee” vegna skrifa um innrásina í Írak:

Ég held að þú ættir að afla þér víðtækari þekkingar á alþjóðapólitík áður en þú ferð að þykjast hafa “unnið” menn eins og Elías Davíðsson í einhverjum ímynduðum kappræðum, sérstaklega þar sem öll þín málsvörn og glaðhlakkalegar yfirlýsingar (um hina meintu “hættu” af Írökum t. d.) benda til þess að þú lesir fyrirsagnir blaðanna, ræður Halldórs Ásgrímssonar og lítið meir.
þér virðist í mun að stimpla menn sem brjálaða gyðinga, ameríkuhatara eða hvað annað, sem er fádæma ábyrgðarlaust. því líf NOKKURRA ÞÚSUNDA TUGA ÍRAKSKRA BORGARA veltur á því hvort við leyfum valdasjúkum yfirvöldum að “hafa fyrir okkur vitið” einu sinni enn.

einhver þyrfti að taka þig í einkatíma og segja þér:

að á afrekaskrá mannúðarríkisins sem þú ætlar að ganga í herinn hjá, eru 20 innrásir í önnur ríki. þar af eru einungis 1 innrás, sem virðist ekki hafa haft þann tilgang öðrum fremri að tryggja völd sín, þ. e. Sómalía.
ég er nb að tala um frá stríðslokum, þ. e. 1. innrásin var í Kína 1945.
lestu um þessi stríð, út á hvað þau gengu, hver var yfirlýstur tilgangur ráðamanna í Washington - og ath. hvort þú efist ekki stundum um “mannúðarsjónarmiðin” sem voru blásin út í blöðunum á sama tíma.

lestu síðan allt sem þú finnur um hergagnaframleiðslu í heiminum;
hvaða ríki það er sem framleiðir helming allra hergagna,
hversu mikið af landsframleiðslu og sköttum þessa lands fer beint í hergögn,
hverjir framleiða t. d. kjarnorkuvopn - og virðast mega það - ,
hverjir áttu mestan þátt í vígvæðingu Saddam Hussein (þegar vantaði bandamann gegn “hættulegum” erkiklerkum í Íran)
og ennfremur:
lestu um tilurðð ríkjanna kringum Írak. þá kemstu t. d. að því að flest ef ekki öll löndin á svæðinu frá Ísrael til Íraks er búin til, þeas landamæri þeirra, af Bretum. nöfn eins og Líbanon, Írak, Kuweit, Egyptaland, eru búin til á skrifstofum í London.
Þá kemstu líka að því að hluti af Kuweit hét einu sinni Basra-hérað, og var í eigu afa Saddan Hussein.
þú kemst að enn merkilegri hlutum; landamæri voru stundum dregin þannig að þjóðir voru klipptar í tvennt, eins og á Balkanskaga.

það er þetta vald, þessi yfirráð, yfir þeim heimshluta sem er einna fátækastur - og ódýrast er að vinna olíuna í (100 kr. tunnan í Írak á móti 500 kr. tunnan í Norðursjó) - þessi geysilegu pólitísku áhrif sem innrásirnar í Afganistan og Írak snúast um.
þú kemst líka þannig að því hvers vegna Tony Blair er svona staðfastur fylgismaður Bush.
ef hægt er að hafa áhrif á - jafnvel ráða því - HVER selur HVERJUM olíu á HVAÐA verði, og í gegnum HVAÐA banka í heiminum ágóðinn fer, er viðkomandi búinn að tryggja sér geysimikil völd.

þetta er það sem Bandaríkin hafa verið að vinna að - í rólegheitum - í áratugi.

hitt er svo annað hvort það sé endilega alslæmt, og afar hæpið að kalla menn Bandaríkjahatara fyrir það eitt að sjá í gegnum aulalegar “mannúðar”sjónarmið.
núna t. d., þegar stefnir í innrás, virðist meirihluti alls mannkyns sjá í gegnum um fjölmiðlablekkingarnar.

þú ættir að prófa að athuga fleiri heimildir um stríðsrekstur en bara fyrirsagnir eða leiðara Moggans og DV.

þá kæmistu að fleiru:

í dag eru 91 samþykkt öryggisráðsins brotin, án þess að nokkuð sé gert.
hvers vegna er ályktun (resolution) 1441 allt í einu svona mikilvæg?

NorðurKórea hafa verið með beinar hótanir um kjarnorkustríð, eftir glannalegar yfirlýsingar Bush um “öxulveldi illmenna”. er það nokkur tilviljun að enginn ráðamaður Breta eða Bna talar um að ráðast þangað inn?
notaðu heilann í smástund, Jerry Lee: Nei, þeir hafa ekki áhuga á að ráðast inn í NorðurKóreu, jafnvel þó það ætti þá, samkvæmt yfirlýsingum þessara ráðamanna, að vera miklu hættulegra ríki en Írak. Ástæðan? einmitt sú: Írakar eru engin raunveruleg ógn, og trúlega hægt að valta yfir þá á nokkrum vikum með gríðarlegu sprengjuregni og 350. 000 hermönnum.
einmitt málið: ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ TAKA NEINA ÁHÆTTU með innrás í Írak. ávinningurinn, til lengri tíma litið, er hins vegar gífurlegur.

Pakistan hótaði Indlandi með kjarnorkuvopnum fyrir nokkrum misserum. er ekki ástæða til að velda valdhöfum úr sessi þar?
-GLEYMDU ÞVÍ. þeir eru vinveittir stærsta herveldi nútímans, hjálpa þeim að handtaka hryðjuverk, voru afar hjálplegir við innrásina í Afganistan o. fl.

eitt helsta áróðursbragð þeirra sem styðja þessa geggjuðu hernaðaruppbyggingu er að væna andstæðinga um að vera “á móti frelsinu, á m´ti Bandaríkjunum” og álíka rugl. hvað þýða svona setningar?
ekki neitt.
lestu eitthvað dýpra en alfræðiorðabækur til að komast að því að eðli strerkra, ráðandi afla er ALLTAF ÞAÐ SAMA, hvort sem þeir heita
HITLER, BUSH eða NAPÓLEON:
að viðhalda veldi sínu og útvíkka það.

þegar eitt ríki, ég tala nú ekki um sterkasta herveldi heimsins, gengur í berhögg við vilja flest allra stórþjóða, hunsar ályktanir þeirra og samþykktir, bara til þess að geta farið sínu fram, þá erum við að tala um STÓRHÆTTULEG hernaðarumsvif.

á seinni hluta 20. aldar voru þessi hernaðarumsvif stóraukin um ALLAN HEIM undir því yfirskyni að Varsjárbandalagið, með Rússa (lesist: vondu kommana) í forystu, væri svona hættulegt heiminum.

annað kom nú í ljós, þegar svo járntjaldið hrundi:
Stjórnir þessara landa og infrastrúktur var allt í molum, ekki stóð steinn yfir steini og hættan hafði verið svo ýkt að það var í raun hlægilegt, þrátt fyrir að rússar hefðu ráðist inn í Tékkóslóvakíu og Ungverjaland - Varsjárbandalagið var ekki svipur hjá sjón miðað við Bandaríkin. Aldrei.
en ef þú lest aðeins lengur (ef þú þorir, þeas), kemstu að því líka að óvinurinn ímyndaði - VAR SÉRLEGA HENTUGUR til að sveigja álit ráðamanna og almennings.

NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA á við um Írak.
þaðan stafar engu ríki ógn. hún er heimatilbúin, í hagræðingarskyni.
staðan er hins vegar önnur núna, en þegar kommagrýlan var notuð til að réttlæta gífurleg fjöldamorð fyrir tilstuðlan í Víetnam:

Í dag er almenningur upplýstari en þá.
bæði vegna aðgangs að miklu meira magni upplýsinga, og vegna þess að það er auðveldara að hafa heildarsýn yfir atburðarásina nokkrum áratugum seinna, en á meðan á henni stendur.

lestu þér til um þátt bandarísku leyniþjónustunnar í því að velta sósíalískum ríkisstjórnum í Mið - og Suður - Ameríku úr sessi, vegna þess að þær yrðu ekki eins auðveldir (auðsveipir) bandamenn í valdastóli og einræðisherrarnir, sem amerísk yfirvöld komu í valdastól í staðinn.
og veistu hvað?
ef þú færð þér góða sögubók frá síðustu öld, ætti hún að geta sagt þér að Bandaríkin studdu beint til valda - og jafn vel komu fyrir - einræðisherrum í a. m. k. 4 löndum: El Salvador, Hondúrar, Úrúguay og Paraguay (+ Panamainnrásin…) sem voru síst minni FJÖLDAMORÐINGJAR og harðskeyttir einræðisherrar en Saddam Hussein og synir hans eru.

En þar var engin olía.

Ísrael er það ríki sem hefur brotið flestar samþykkktir öryggisráðsins, en vegna yfirburðastöðu í sínum heimshluta - með kjarnorkuvopn og ógrynni fjár frá Bandaríkjunum, hafa þeir, allt frá því þeir hrundu árásum araba inn á nýtekið svæði sitt árið 1948, EIGNAÐ SÉR STÆRRA OG MEIRA SVÆÐI en þeir höfðu nokkurt leyfi til skvt. ALÞJÓÐASAMNINGUM.
vandamálið sem upp kom á alþjóðavettvangi þá, þ. e. svo stuttu eftir hina sk. helför gegn gyðingu Evrópu, var að þjóðir heims vissu ekki hvernig þau gætu farið að gera athugasemdir eða refsa gyðingum, sem höfðu þurft að þola allt þetta.

þegar þú, eða þessi skoðanabróðir þinn sem sendi líka inn álit, ásakið Elías Davíðsson um að vera blindan hatara einhverra góðkynja afla þá ættirðu að taka þér smátíma í að prófa að horfa á atburðina í smástund frá sjónarhóli íbúa frá hans heimshluta, þ. e. arabans

(þ. e. ef þú ert ekki of mikil gunga …)

- og hvað sérðu?
þú sérð eitt ríki vaða yfir arababyggðir í áratugi, nota t. d. jarðýtur og vinnuvélar til að moka hverfum burt, og þetta ríki er allan tímann stutt dyggilega af stærsta herveldi heimsins.

vissirðu t. d. að Ísrael fær 3 sinnum hærri efnahagsaðstoð en Palestína?
og það þó að Palestínuarabar séu 3 x fleiri …

Ísraelar bera fyrir sig rétt á landi sem forfeður þeirra áttu fyrir 2.000 árum!

þessa sömu röksemd máttu serbar ekki nota gegn Kosovo- Albönum, þ. e. að í hjarta Kósóvó eru helg musteri serba, sem tyrkir hirtu af þeim upp úr miðöldum. - nei, það var auðvitað ekki gjaldgeng röksemd (enda ansi langsótt að sækja í úldnar skræður til að sanna tilvist sína … úldnar bækur sem er ekki einu sinni á hreinu hverjir skrifuðu og hvort séu sannar …)

Ísraelar þurfa ekki að halda alþjóðasáttmála.
og ENGINN krefst þess að skoða vopnabúr þeirra.

ekki heldur Pakistana.

en Kastró er svo “hættulegur” (haha) að Kúbubúar hafa verið í viðskiptabanni í áratugi.
getur verið að það hafi eitthvað með það að gera, að Kastró er ekki vinveittur?

talebanar voru það ekki.
eða kannski heldur þú, í einfeldni þinni, að Bandaríkjamenn hafi ráðist inn í Afganistan af MANNÚÐARástæðum, þ. e. til að bjarga aumingja konunum frá slæðum og nauðgunum og kúgun?

hahaha.

passar ekki alveg við þá staðreynd að Bandaríkjamenn studdu, með vopnum og fjármunum, hina svokölluðu “mujaheddin”- sem voru herskáir skæruliðar (og undanfari talebana) í baráttu þeirra gegn yfirráðum Sovétmann á Afganistan.

værirðu arabi, sæirðu ýmislegt verra en bara árásir á Palestínu:
þú sæir innrásir sama lands, Bandaríkjanna, í tvö ríki (Afganistan og Írak) - og nú þá þriðju.

hvernig myndi þessi árásargirni líta út, ef við snerum hlutunum við?

og ég skal segja þér annað, enn hlgæilegra:
“þjóðir heims” , eins og það er oft kallað - meðal þeirra heyrist rödd araba varla. vegna þess að “alþjóðasamfélagið” sprettur upp úr fornfárri Evrópupólitík og tekur miklu meira mið af okkar heimsmtnd, heimsmynd rússa og kínverja líka, en nokkurn tímann heimsmynd og þörfum araba.

þannig er þetta bara.

þess vegna gerast atburðir eins og árásirnar á Tvídrangana (Twin Towers):

það er eina leiðin sem arabar geta notað til að koma fram mótmælum þannig að eftir sé tekið - þeir hafa ekki þessa heri, og ekki þessar ríku þjóðir til að styðja sig.
þess vegna rændu þeir og drápu í Munchen '72.

til að kalla á athygli.

svo má deila um þær aðferðir.

en um það verður EKKI deilt, að ENGIN tengsl hafa fundist milli AL QUAEDA og ÍRAKA, og
ÞÓ ER ÞETTA EIN HELSTA RÖKSEMD ÞÍN FYRIR INNRÁSINNI.

bandaríkjamenn sjálfir reyndu meir að segja ekki lengi að halda þessari röksemd fram, en Bush notar hana í ræðum (enda erfitt fyrir hinn alm. borgara í Bandaríkjunum að afsanna það, fyrr en það er orðið of seint).
það er MJÖG ÓLÍKLEGT að nokkur tengsl séu á milli harðvítugra, herskárra múslímahópa sem stunda hreyðjuverk vegna þess að -

Hussein er trúlaus mafíuforingi, sem hefur enga trúarsannfæringu um hina góðu gegn hinum vondu (það hefur Bush hinsvegar - hann er það sem er kallað ,,born-again-christian … hehehe …)

Hussein er Al Capone Íraka.
Ótíndur glæpamaður og morðingi.
ekkert betri né verri en margir aðrir, t. d. í Afríku og sumum arabalöndum.

það sem helst er notað gegn honum núna, - til að sýna hversu hræðilegur hann sé - eru árásir á Kúrdabyggðirnar í NorðurÍrak
(sem þú kallaðir ,,árásir á eigin þjóð“, en það er auðvitað bull) - ég man vel eftir því úr fréttum.

ég man hins vegar EKKI eftir að athugað væri HVAÐAN honum komu þessi vopn.
eða að NOKKUR þjóð hafi reynt að koma Kúrdum til hjálpar.

manst þú eftir því?

skiptir það þá engu máli allt í einu, fyrst þessi 350. 000 hermanna - og þúsunda-sprengja-innrás er gerð af mannúð????


heldurðu virkilega að nokkur, Jerry Lee, (nema kannski þú) sé svo einfaldur að ímynda sér að fyrirbærið INNRÁS Í MANNÚÐARSKYNI sé til af hálfu svona stórþjóðar?

það má að einhverju leyti heimfæra það upp á innrásina í Kósóvó kannski.

en ert þú að ímynda þér t. d. að Bandaríkjamenn hafi komið til hjálpar í seinni heimsstyrjöldinni AF MANNÚÐARÁSTÆÐUM?

þvert á móti.
þá hófst uppbygging sem var skipulögð til að auka áhrif þeirra í Evrópu, auk þess sem Bandaríkjamenn gátu ekki til þess hugsað að Hitler legði undir sig þvílíkt flæmi.
Hitler yrði aldrei BANDAMAÐUR: um það snýst þestta allt.

að viðhalda völdum. og efla þau.

ég hef reyndar mína eigin ”samsæriskenningu“ um hvers vegna Bush hefur nánast ekkert gert á þessu ári en leggja ofurkapp á þessa innrás
(en ég ítreka, að það er mín eigin kenning, ekki endilega staðreynd):
þó margir haldi að með innrásinni vilji Bush fyrst og fremst auka vinsældir sínar, er ég ekki viss um að það sé meginmarkmiðið.
enda hefur þessi ósveigjanlega afstaða haft gríðarlega slæmar afleiðingar á samskipti við margar þjóðir heims, sem auðvitað er Bush ekki hagstætt. en ég held að ástæðan sé önnur, fyrst og fremst:

að efna loforð við stór fyrirtæki í hergagna - og olíuiðnaði.

fyrirtækin sem aðstoðuðu hann til að komast í forsetastól.

fáðu þér víðari heimildir um það sem þú ert að babla, áður en þú yfirfyllir netið af svona ódýrum fyrirsagnaviðhorfum.

og ég get sagt þér með öruggri vissu, að ástæðan fyrir því að Elías Davíðsson svarar þér ekki lengur, er ekki sú að
”…hann geti ekki rökstytt skoðanir sínar …“ eins og þú heldur fram.
þvert á móti; hann skrifar á hverjum degi. mikið.
og rökstyður mál sittt yfirleitt, þó svo að maður þurfi ekki alltaf að vera sammála honum.

það ert þú sem ekki rökstyður, nema með því að benda á orðið TILEFNISLAUS sem þú fannst í alfræðiorðabók … kræst.

hvernig í andskotanum getum við LEYFT okkur að vera fylgjandi/andvíg því að kannski nokkrir tugir þúsunda lítilla barna liggi í blóðbaði?

höfum við einhvern fokking rétt á því að hafa skoðun á því?


hefur einhver helvítis leiðtogi bara rétt á að hafa þá ”SKOÐUN“ að Al Quaeda og Írakar séu einhverjir perluvinir, þegar allt bendir til hins gagnstæða, og réttlæta þannig gífurleg fjöldamorð og landeyðingu?

eitt er rétt hjá Elíasi, og ég tók eftir því að þú andmæltir því ekki - að einn dauður á móti þúsund dauðum óvinum, eins og í persaflóastríðinu, ætti frkar að kalla FJÖLDAMORÐ.

það þýðir nefnilega að verið er að SALLA niður fólk sem á engan hátt getur varið sig.

alveg eins og í Víetnam.

og vinsamlegast ekki fara að klína á mig að ég sé einhver Bandaríkjahatari.
málin eru alvarlegri og flóknari en svo, en það kemur ekkert mínum viðhorfum við gagnvart utanríkispólitík USA þó að ég dýrki Jerry Lee Lewis eins og þú. og Ramones.

það sem Bandaríkjamenn hafa alltaf haldið fast í - sem betur fer, og margir lært af þeim - er trúar- og tjáningarfrelsið.
ólíkt mönnum eins og Saddam Hussein.

þess vegna getum við lesið meira en ræður Bush - og þú ættir kannski að gera meir af því.

en hvernig í andskotanum sem Hussein stjórnar sínu fólki í sínu landi, kemur okkur bara ekki við.

bandaríkjamenn taka menn af lífi, eigum við ekki bara að ráðast þangað inn?

og tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna kemur ekki í veg fyrir að ”VIÐSKIPTABANNIÐ" sem sett var á íröksku þjóðina, mest fyrir tilstuðlan USA, og kostað hefur rétt um 1 milljón manna lífið, vegna matar- og lyfjaskorts, er
SKILGREINDUR
STRÍÐSGLÆPUR
Í ALÞJÓÐALÖGUM

og er orða nákvæmlega þannig:

AÐ SVELTA ÞJÓÐ TIL UPPGJAFAR ER STRÍÐSGLÆPUR …

um stuðning Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar við Azoreyja-yfirlýsinguna, er ekkert hægt að segja annað en:

SÁ SEM EKKI ANDMÆLIR MORÐI ER SAMSEKUR UM MORÐ

kveðja

UKULELE