Nú er komið á daginn að stóriðjustefnan í landbúnaði hér á landi er allsendis ekki að skila sér, en fram kom í fréttum Ruv, af þingi Bændasamtakanna í dag að fjöldagjaldþrot blasi við kjötframleiðendum er séu að framleiða matvæli undir raunkostnaði.

Spyrja má hvers vegna í ósköpunum bændum hafi verið ráðlagt allan síðasta áratug a.m.k. af ráðunautum bændasamtakanna að stækka og stækka bú sín með offjárfestingum að virðist í formi bygginga og tækjakosts ?

Það vantar nefnilega ekki að búum hafi fækkað og þau stækkað svo mjög að stærðarhagkvæmni hlýtur að hafa verið náð.

Á sínum tíma var bændum att út í refa, minka og laxeldi í stórum stil af hálfu stjórnvalda sem átti að fela í sér ofurgróða, en allt fór meira og minna á hausinn.

Enn þann dag er slíkt á ferð.

Maður spyr sig því hvers vegna í ósköpunum hefur enn ekki verið horft á smærri einingar í þessu sambandi hvað þá heldur reynt að taka upp styrkjakerfi við sjálfbæra þróun svo sem lífræna búskaparhætti þar sem til dæmis framleiðsluferli er hægt að rekja
beint á einstök bú þannig að samkeppni um gæði sé fyrir hendi.

Ef ég væri landbúnaðarráðherra þá væri ég “ kjaftstopp ” yfir þessu ástandi .

með góðri kveðju.
gmaria.