Margir hafa fjasað hér um fjárreiður stjórnmálaflokka og
sérstaklega þó fjárreiður Sjálfstæðisflokksins. Ég er raunar
þeirrar skoðunar að það sé mikilvægara fyrir lýræðið að
stjórnvöld skipti sér sem allra minnst af starfi
stjórnmálaflokka en að reikningarnir séu opinberir, en langa
þó að víkja að öðru.<P>

Hvers vegna er verið að gagnrýna sjálfstæðismenn
sérstaklega fyrir þetta meinta pukur? Samfylkingin talaði
óskaplega mikið um opinberar fjárreiður stjórnmálaflokka, en
þrátt fyrir loforð hafa reikningar hennar aldrei sést. Þrátt fyrir
opinberar áskoranir flokksmanna hennar hefur Margrét
Frímannsdóttir aldrei gert hreint fyrir dyrum sínum og
Alþýðubandalagsins (sem þó var svo ósvífið að láta ófengna
þingflokksstyrki í bankaveð). Og hvað með heitstrengingar
Ólafs Ragnars Grímssonar, sem enn hefur ekki opnað
bókhald sitt yfir kosningabaráttuna 1996?!<P>

Eða er verið að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa
þessa afstöðu, að fjárreiður flokkanna komi öðrum ekki við?
En af hverju ekki að gagnrýna hina, sem segjast vera á öðru
máli, en haga sér svo alveg eins, ef ekki verr?<P