Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir í útvarpsfréttum í dag, að hann vildi breyta lögum um Hæstarétt í kjölfar dómsins í máli Öryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun.

Davíð sagðist telja fulla ástæðu til að breyta lögum um Hæstarétt og styrkja þau til að koma mætti í veg fyrir “slys” á borð við dóminn í fyrrgreindu máli. Slysið liggur í því, að hans mati, að þrír dómarar af fimm skuli geta kveðið upp dóm sem hefur jafn afdrifaríkar afleiðingar. Hann segist vilja tryggja að Hæstiréttur verði alltaf fullskipaður, það er að segja skipðaður sjö dómurum, þegar fjallað er um mál sem orðið geta jafn afdrifarík og þetta.

Þá ítrekaði Davíð þá skoðun sína að meirihluti hæstaréttardómaranna í máli Öryrkjabandalagsins á hendur Tryggingastofnun hafi komist að sinni niðurstöðu með pólitískum rökum frekar en lagalegum.

Þessi grein var í vísi.is núna í dag, gamlársdag. Það eru þokkalegir tilburðir þessa manns, sem á að vera forsætisráðherra landsins að koma með svona yfirlýsingar á degi sem þessum. Ef þetta eru einræðistilburðir af hanns hálfu þá veit ég ekki hvað það getur verið annað. Þetta sýnir líka svo ekki verður um villst að maðurinn er gjörsamlega að tapa glórunni og á ekkert erindi lengur í pólitík. Eiga vesturlönd aftur að upplifa eitthvað í líkingu við “Heil Hitler”? Mér er spurn.

Áramótakveðja Ljómi.