Fjölmiðlar fara nú hamförum yfir hinu svokallaða öryrkjamáli. Um hvað snýst það mál? Hver er kjarni málsins?
Hæstiréttur hefur fellt dóm í málinu. Ber stjórnvöldum ekki að hlýta þeim dómi? Svarið er já. Hefur einhver andmælt því. Svarið er nei. Tryggingarstofnun hefur sett af stað vinnu við að útreikninga á bótum í samræmi við dóminn, en hefur gefið út að það taki nokkurn tíma að reikna dæmið til enda. Þeir vilja fá svigrúm til að reikna rétt. Getur nokkur andmælt því? Svarið er nei. Framkvæmdavaldið hefur skipað nefnd löglærða manna til að meta niðurstöðu dómsins og gera tillögur um úrbætur í framhaldi af þeirri vinnu, sem kallar á lagasmíð og síðan meðferð alþingis. Eru það ekki eðlileg viðbrögð? Svarið hlýtur að vera já. Svo ég spyr: afhverju þessi hamagangur? Jú, vegna þess að fréttamenn og stjórnarandstaðan veit að ekki er allt of gott á milli Davíðs og Garðars, og vissulega hafa þeir báðir nokkuð kynt undir með yfirlýsingum, en þó annar meira en hinn. Ergó: kjarni málsins í öryrkjamálinu er að Hæstiréttur hefur fundið glufu í lögunum, sem alþingi þarf að færa til betri vegar. Tekjutengingar hafa lengi þekkst og vinstrimenn hafa vilja ganga lengst í þeim tengingum, enda talið að þannig mætti hjálpa þeim mest sem mest þurfa á hjálp á að halda með þeim fjármunum sem varið er til þessara mála.
Svo höldum ró okkar og látum ekki slá okkur út af laginu.