Mér virðist að þrátt fyrir minnkandi stuðning við Framsókn og Sjálfstæðisflokk sé það Samfylkingin sem er í vandræðum þrátt fyrir mikla fylgisaukningu.

Samkomulagið í ríkisstjórn virðist ágætt og átakalaust þrátt fyrir smá áherslumun og Dóri og Dabbi láti hvern annan í friði með sín mál. Þeir hafa enn meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum og ekkert sem bendir til að þeir gætu ekki haldið áfram að stjórna, þó Framsókn verði líklega minni, en Davíð væri þó líklegur til að leyfa þeim að halda hlutfallslega stórum hlut í stjórn.

Það kom fram á flokksþingi Framsóknarmanna að það andar köldu frá þeim til Samfylkingar eftir upphlaupið í Borgarstjórn, og virðist Halldór vera að gefa Sjálfstæðismönnum undir fótinn. Ingibjörg virtist sár eftir þessi ummæli og vildi meina að hún væri alveg til í dans með Framsóknarmaddömunni þó hún væri kuldarleg. En ef Framsókn vill ekkert með Samfylkingu hafa þá er orðið fátt um samstarfsaðila, því Ingibjörg er búinn að senda Davíð það kaldar kveðjur og það lítið um kærleika þar á milli að stjórnarsamstarf virðist því ómögulegt.

Ég spyr því; Er Össur kjaftaskur ekki búinn að fá Ingibjörgu útí algert klúður með þessu upphlaupi í Borgarstjórn þar sem mér fannst hún eiga heima. Ég held að margir séu mér sammála, hafa viljað sjá hana við stjórnvölinn sem ákveiðið mótvæi við Davíð í þjóðmálunum, en ekki endilega sem varadekk fyrir þann lélega stjórnmálamann Össur.