Mig langar bara að vita hvort að þetta sé skynsamlegt hjá Bush að fara útí þetta? Ef þetta endar illa (það mun auðvitað) þá er allt búið hjá gaurnum sko……ég held að hann hafi bara verið að bíða eftir þessu í langan tíma og 11. sept. var dagurinn sem að hann fékk loksins ástæðu til að fara í stríð við bara eitthvert land og helst miðausturlöndin! Auðvitað eru líka aðrar ástæður þegar kemur að Írak og auðvitað er Saddam vondur en ég hef ekki séð neina ástæðu fyrir stríð….bara af því að þau eiga efnavopn og sprengjur er ekki næg ástæða ef það eru engar sannanir fyrir því að þeir ætla sér að nota það!! Og hver segir að allar þessar sprengjur sem bush hefur undir höndum sé eitthvað öruggari hjá honum?!

Eitt enn sem á ekki eftir að bæta ímynd hans og það er að reyna að skemma efnahagsátandið hjá Þjóðverjum einfaldlega vegna þess að þeir eru á móti stríði?!! Hvað er að gerast með þenna mann get ég bara ekki skilið. Ef að Bush fer endanlega í þetta stríð þá held ég að þeim verður örugglega bætt inná lista yfir illu axarveldin og Bush verður litinn ekkert öðruvísi augum en Saddam Hussein eða aðrir harðstjórar sem heimurinn hefur alið af sér.
Guð elskar þig,- en Djöfullin elskar þig meira