Mig langaði að koma af stað umræðu um þetta fyrirbæri
sem kallast skilduáskrift RÚV.
Er þetta í alvöru líðræðisríki sem við búum í. eða er það
þannig sem líðræðisríki starfar, að neyða þegnana til að
borga þúsundir króna í Ríkisreknu fyrirtæki.

Hvernig fyndist þér að fá bréf frá lögfræðing og rukkun upp á tugi þúsunda því þú vilt ekki borga af Ríksisjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. og þér er hótað eignaupptöku, eða með öðrum orðum. þeir gefa sér rétt til að labba inn til þín og hirða sjónvarpið. eða innsigla það. er þetta líðræðisríki sem ég bý í ???.

Og þessum fjölmiðlum er heimilt að keppa við aðra frjálsa fjölmiða með að selja auglýsingar. ég tek það framm að ég er á þeim aldri að rás 1 heillar mig ekkert. og ríkisjónvarpið ekki heldur.
og samt er mér sent bréf frá lögfræðing um stefnu venga skulda við Ríkisjónvarpið og Ríkisútvarpið og mér gert ljóst að ef ég borga ekki þá muni ég gjalda þess dýru verði.

Hvað er að ??

svo kom frétt um daginn að það væri búið að hækka áskriftargjald Ríkisútvarpsins um 7 prósent. Og að hinn miður elskulegi Menntamálaráðherra Björn Bjarnason hafi einn og sér, og án þess að bera það undir þingið. fengið þess hækkun í gegn.