Góðan og blessaðan daginn eða ætti ég að segja það nú er bandaríkin og bretland að fara í stríð við Írak. Og eru að gefa í skyn að Evrópumenn séu fífl að vilja ekki fara í stríð. Og svo er stríð í Ísrael.

Írak

Bandaríkjamenn og Co segja að Írak sé rosalega mikil ógn gegn þeim vegna þess að Írakar eiga einhver lítil gereyðingarvopn. Þeir réttlæta það með því að fara í stríð. Svo segja þeir líka að Írakar séu að styrkja einhverja hryðjuverkastarfsemi. Og líka að fólkið í írak sé að svelta.

Eru þeir ekki að skilja það að ef að þeir gera árás á Írak kemur svo rosalega mikið Hatur á Bna og UK(sem er reyndar nokkuð nú) að það verða miklu meiri hryðjuverkamanna árásir gerðar á BNA og UK.

Ef að Bna og Uk ætla í árás við Írak útaf þessum ömurlegu ástæðum þá eru alveg fullt af öðrum ríkjum í heiminum sem að þyrfti að gera það sama við t.d.

1.Saudi Arabia = Hryðjuverkamenn koma langflestir frá þessu landi reyndar yfir helming. T.d er Osama bin Laden frá þessu landi. Og miklir peningar komu frá þessu landi til að styrkja æfingabúðirnar fyrir hryðjuverkamenn í Afganistan.

2.Norður kórea = Þeir eiga kjarnorkuvopn sem þeir geta t.dbombað á Japan. Og fólkið í landinu sveltur líka þar eins og í Írak. Það er samt viðskiptabann á þá. Og útaf því þá byggja þeir fleiri og fleiri kjarnorkuvopn og segja að það sé allt Bna að kenna. :)

Svo eru til fullt af öðrum löndum líka eins og fullt af einræðisríkjum í Afríku og í miðausturlöndum.

Eins og ég sagði áðan þá eru fullt af ríkjum sem svelta t.d Indland þar er stéttaskiptingin svo mikil að 80% af fólkinu þar sveltur. Auk þess svelta Írakar bara útaf því að það er viðskiptabann á.

Ég held sem sagt að Bna ætli bara að gera árás á þá útaf olíunni og vilja prufa ný vopn. Auk þess er það sannað mál í bna að forsetar í bandaríkjunum verða alltaf vinsælastir ef að þeir eru búnir að gera árás á einhverja. Ég veit samt ekkert af hverju UK sé að fara að gera árás á þá ætli Blair sé ekki bara svona heimskur og er hræddur við bna.

Ísrael

Finnst ykkur réttlátt ef að allt í einu kæmu papar til íslands með stóran her og settist að á Íslandi. Og myndu hertaka 80% af íslandi og henda öllum íslendingum upp í óbyggðir vegna þess að fyrir 1000 árum bjuggu þeir þarna.

En þetta var einmitt það sem gerðist í Palestínu. Bandaríkjamenn og önnur ríki réðust inn í Palestínu vegna þess að einhvern tíma fyrir nokkur þúsund árum hafi verið þar land sem héti Ísrael. Svo þeir komu og settust þar að og létu palestínu menn fá svona 45 % af svæðinu. En nú er það komið í svona 80 %. Þá varð mikil reiði í miðausturlöndum. Og mörg ríki þar réðust inn í þetta land(skiljanlega). En Ísraels menn sem voru svo mikið styrktir af bna rústuðu her allra þessara landa vegna þess að í raunini voru allir þessir herir að berjast við sterkasta her í heimi það er bandaríkin.

Nú er það þannig að einhverjir ungir palestínumenn(mest unglingar) eru enn að mótmæla þessu og reyna að gera sitt besta með því að kasta gróti í skriðdreka(eins og það kemur einhver skaði af því) og fyrir það eru þeir skotnir. Svo er líka nokkrir sem sprengja sig í loft upp hjá miklu fólki. Og drepa c.a. 10. Þá klikkast Sharon og lætur rústa heilu þorpi vegna þess að þeir eru að leita af hryðjuverkamönnum og hefna sín.

Heimskt þjóðfélag

En pælið aðeins í þessu ruglþjóðfélagi sem bandaríkin er. Sjálfir segja þeir nað þeir séu hið stéttlausa þjóðfélag. Jámm einmitt hverjar eru líkurnar á því að í stéttlausu þjóðfélagi mun sonur eins forseta verða forseti síðar eins og gerðis með Bush eldri og Bush yngri.

Í Bna eru bara 2 stjórnmálaflokkar og þeir eru demókratflokkurinn og Rebúblikaflokkurinn og af einhverri tilviljun eru þetta báðir HÆGRI flokkar. Helvítis kapítalistarnir.

40% Bandaríkjamanna eiga byssur og þeir eru svo hissa á því af hverju dauðaslys vegna byssuskots sé svo algengt hjá þeim.