Einhver var að segja að ein af ástæðum þess að alþingismenn væru svo hátt launaðir er sú að þeir bera mikla ábyrgð. Ef þeir gerðu einhverja vitleysu yrðu þeir að svara til saka. Mig minnir reyndar að ég hafi bennt viðkomandi á að svo hefur ekki verið raunin hingað til.

Núna er t.d. eitt dæmi um það hvað við Íslendingar þurfum að þola. Ríkið hefur um áraraðir tekið pening ófrjálsri hendi af öldruðum og öryrkjum (með tekjutengingu maka).
Svo fer þetta í hæsta rétt og er (eðlilega) dæmt ólöglegt. Núna er Davíð Oddsson (sem hingað til hefur lofsungið hæsta rétt) að tala um að hann hafi verið að gera einhverja vitleysu. Hann er sensagt búin að lýsa vantrausti á dóminn. Dómararnir hafa þurft að hafa sig alla fram við að verjast árásum ríkisstjórnar síðan dómurinn var kveðinn upp.

Ég spyr: Ef ríkisstjórn ætlar að taka svona á málunum í hvert sinn sem dómúrskurður er þeim ekki í hag, til hvers þá að hafa hæsta rétt?

Ég viðurkenni það vel að þessi dómur var kjaftshögg fyrir ríkisstjórn en ef hann fær ekki að standa, er ríkisstjórnin að taka lögin í sínar hendur og er Ísland þá formelga orðið einræðisríki.

Reyndar væri mesta sæmdin hjá ríkisstjórn í dag að segja af sér eftir að hafa fengið það svart á hvítu að hún hefur verið að brjóta lögin í mörg ár (og í nágrannalöndum okkar myndi það ekki líðast að henni ditti í hug að vera áfram við völd). En við vitum öll að það mun aldrei nokkurn tíma gerast, en þá mætti allavega ráðherran sem ber ábyrgðina (Ingibjörg Pálma) segja af sér, og þó fyrr hefði verið. Ef það gerist (eða ekki), þá fyrst sjáum við hvort menn eru látnir svara til saka fyrir gerðir sínar á alþingi, eður ei.