Góðar dyggðir


Ungt fjölskyldufólk í frændríkjunum Noregi, Svíþjóð og Danmörku situr við allt annað borð hvað lífsgæði, streð og tíma fyrir fjölskylduna varðar. Streðið okkar er orðið að vana og þykir eðlilegt orðið að lifa við orðinn hlut.
Flestir trúa forsætisráðherra þegar segir að gömlum vana í áramótaræðu sinni að við séum ein ríkasta þjóð í heimi samkvæmt nýjustu tölum frá OECD. Bitur veruleikinn er sá að margir halda Davíð skörung hinn mestan að gera okkur lífið svona gott. Enn biturri er sú staðreyndin að skýrsluhöfundar OECD vita ekki allan sannleikann. OECD er ekki kunnugt um misskiptingu auðlindanna, stóraukið atvinnuleysi, margföldun einstaklinga undir fátæktarmörkum, neyðaróp öryrkja og aldraðra fyrir bættum og mannsæmandi lífskjörum. Því síður er þeim kunnugt um þá ömurlegu sérhagsmunagæslu stjórnvalda gagnvart stærstu fyrirtækjablokkum landsins. Skýrsluhöfundar taka til heildartekjur þjóðanna og deila í með höfðatölu. Útkoma Íslands í þessum reikningum setur okkar ofarlega á lista yfir ríkustu þjóðir heims. Höfundar skýrslu OECD myndu hníga niður af undrun ef vissu hvernig raunverulegt ástand ungra fjölskyldna og minnihlutahópa á Íslandi raunverulega er.

Kjósendahópur núverandi ríkisstjórnar er mikið til einstaklingar með 350.000 – 800.000 krónur eða meira til ráðstöfunar á mánuði. Nýjustu skattalögin sem segja til um u.þ.b. 10% skatt af hagnaði eignarhaldsfélaga gerir það að verkum að bróðurpartur þessara einstaklinga greiðir lítinn sem engan skatt til samfélagsins. Líkur sækir líkan heim og því ekki undrum að sæta að einstaklingar innan þjóðfélagsins sem ekkert greiða í sameiginlega velferð okkar allra skuli kjósa stærstu þursa Íslandssögunnar, þá Davið og Geir. Er um að ræða fólk sem stendur í eiginn rekstri og/eða er mikið tengd rekstraeigendum. Tekjuskerðing ríkisins fyrir þessum hópi kemur harðast niður á þeim sem minnst mega sín. Fólk hugsar sem svo “ég hef það gott og ekkert þarf breytast”. Davíð er fyndinn og Halldór lítur út fyrir að vera traustur. Skammsýnin er alger og þröngsýnin þaðan af verri. Samkenndin er yfirborðskennd og sýnir sig helst þegar greiða þarf auman happdrættismiðann í happdrætti fatlaðra eða annarra minnihlutahópa í desember ár hvert.

Mannauðurinn er okkur allt. Ef vöggugjöf einstaklingsins geymir gáfur, styrk eða aðra hæfileika sem nýtast munu í lífsbaráttunni ber að þakka slíka gjöf. Öllum ber að gjalda gott með góðu. Hjá hæfileikafólki getur verið stutt í slæma lesti sem hroka, græðgi og sjálfsánægju. Þessir slæmu lestir eru verstu óvinir samfélagsins. Við verðum að virða hugtökin samfélag, samvinnu og samkennd. Ef ekki, þá getum við eins tekið upp úreld og gamalt lénsfyrirkomulag miðaldanna og kastað núverandi samfélagsmynd fyrir róða.
Venjum okkur á hugsanir og verk er geyma góðar dyggðir. Ríkir sem fátækir.

Kjósum XF í vor.

Þakka þeim sem lásu.

Gunnar Örlygsson
Formaður Ungra Frjálslyndra