Mig langar að fá svörun um þá hugmynd að taka upp Gagnvirkt lýðræði hér á landi.Gagnvirkt lýðræði er beint lýðræði með notkun tölvutækninnar.Með þvi gæti almenningur kosið um sín mál beint frá heimilum sínum.Vilji þjóðarinnar fengi loksins að koma fram.
Þetta mundi gjörbreyta þeirri stöðnuðu þjóðfélagsskipan sem er við lýði í dag og myndi gera Íslendinga að mestu lýðræðisþjóð heimsins.Ábyrðartilfinning og þroski þjóðarinnar mundi aukast.
Það yrði okkar að ákveða hvað yrði gert og hvað ekki.
Á að virkja Eyjabakka??Á að afnema skylduáskrift af RÚV?Eigum við að breikka keflarvíkurveginn strax?Hvað með aldraða og öryrkja?eigum við gera betur við þá??
Þetta yrði okkar að ákveða en ekki þessara blessuðu manna sem sitja á þingi núna og eru að framkvæma allt nema vilja þjóðarinnar.
Framtíðin er mótuð í nútíðinni.Viljið þið ekki taka þátt í að móta hana?Látið í ykkur heyra!!