Aldraðir, öryrkjar, kennarar og fleiri fólk háð ríkinu hafa verið svikin. Aldraðir og öryrkjar fá lítið sem ekkert. Starfsfólk á spítala hefur fengið nóg og kennarrar eru brjálaðir. Léleg ríkisstjórn er orsökin að mínu mati. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á þetta. Auk þess sem sumir þingmenn og ráðherrar virðast ekki vita neitt eða kæra sig um þetta fólk sem háð er ríkinu fjárhagslega og hefur fengið nóg og er komið í önnur störf. Ekki líður á löngu fyrr en það vanta almennilegt fólk til starfa á spítölum, skólum og jafnvel lögregluna. Þar vantar fólk. Þar eru bara nýliðar. Allir bestu eru farnir vegna lélegra launa. Í leikskólum vantar líka fólk. Ég heyrði það að í einum skóla í Reykjavík væri aðeins einn menntaður starfsmaður í leikskólanum. Erfitt er að manna spítalana. Ég get vel skilið það. Alltof lá laun. Og ef við förum aftur að þingmönnum og ráðherrum. Davíð forsetisráðherra ætti að gera eitthvað. Hann liggur bara í leti og segir ekki neitt. Hann veit örugglega ekki einu sinni að Verslunarskólin sé búinn að gera tilboð fyrir kennarra.
Það sem þarf að gera er að velja nýja ríkisstjórn sem er ekki með sjálfstæðismenn og það fljótt áður en þjóðin fer í rúst og það fljótt.