Það er dagljóst að engan á að styggja nú fyrir kosningar, hvað varðar að breyta því sem breyta þarf, t.d. í sjálfvirkri útgjaldaþenslu í heilbrigðiskerfinu, þar sem til dæmis lyfjafyrirtæki og ýmis konar önnur markaðsfyrirtæki blómstra í hinni sjáflvirku útgjaldaaukingu án breytinga nokkurs konar.

Þótt viðurkennt hafi verið af þingmönnum að þjóðin hafi ekki efni á þessari “sjúkdómsvæðingu ” kerfisins á samt engu að breyta fyrir kosningar nú frekar en fyrir kosningar síðast.

Hin stóra ábyrgð sem kosnum stjórnmálamönnum hefur verið falin í því efni að tryggja hagkvæman rekstur hins opinbera til handa öllum þegnum landsins lýtur enn einu sinni handapataaðferðum fyrir kosningar til Alþingis, þótt í hrun stefni með sama áframhaldi.

Málamyndagjörningur til handa launþegum í formi lækkunar persónuafsláttar um 800 kr. á mánuði nú, nægir ekki fremur en álíka kjarabætur til handa lífeyrisþegum.

Yfirlýsingar stjórnvalda um hækkanir á tóbaki og áfengi til þess að vega upp á móti þessum “ miklu ” úgjöldum virðast byggjast á því að ákveðinn hópur landsmanna hætti ekki að neyta þessa söluvarnings sem aftur gengur gegn þeim heilbrigðismarkmiðum er sömu aðilar hafa sett fram sem er vissulega furðulegt.

Með öðrum orðum aðgerðirnar rekast hvert á annars horn, ekki nýtt en óþolandi eigi að síður.

Á sama tíma kemur það allt í einu fram að tollvarningur í gámum til landsins er lítt eða ekki skoðaður af hálfu hins opinbera hvað varðar möguleika á fikniefnainnflutningi, sem aftur rekst á Fikniefnalaust Ísland árið 2000, að mig minnir.
Ekki fremur er það svo að eftirlit hins opinbera sé svo gott að læknar sem
kunna að vera klaufar valdi kostnaði á kostnaði ofan.
Faglegur kvóti á læknisverk er mér best vitanlega ekki til, og
enn þann dag í dag litið svo að akkorðsvinna í þessu fagi skili tilætluðum árangri, líkt og á síldarplönum í gamla daga.

Sem dæmi um hina mikla skort á siðvitund eru lýtalæknar til dæmis farnir að tala um “ viðgerðir ” á andlitum kvenna, en ásóknin í brjóstastækkanir hefur eitthvað minnkað og því önnur viðfangsefni fundin, svo sem andlit og rasskinnar, líkt og útgerðarmenn er skella sér í kolmunna til hagkvæmni.

Þótt eðlilegt væri að læknir er rekur einkastofu bæri ábyrgð á því
að greiða viðkomandi mistök vegna meðferðar sem ekki hefur heppnast hefur þeim hinum sömu tekist að velta því öllu yfir á kostnað hins opinbera meira og minna í áratugi, sem er verulegur kostnaður í þessu sambandi því hvert örorkustig kostar stórar
fjárhæðir svo ekki sé minnst á mistök sem faglega hefði mátt koma í veg fyrir og dómstólar hafa dæmt ríkið í ábyrgð fyrir.

´Til skýringar gerist slíkt alla jafna þannig að viðkomandi fer í
“ tiltölulega einfalda aðgerð á einkastofu ” fer heim samdægurs.
Enginn fylgist með hvernig sjúklingi vegnar sérstaklega ( þó mismunandi eftir læknum, það skal tekið fram ). Hins vegar sjúklingi versnar og sá hinn sami leitar í bráðaþjónustu sjúkrahúsa og er lagður inn til meðferðar
oftar en ekki vegna sýkingar í sárum , mismunandi á veg komna. Ef til vill þarf að framkvæma aðra aðgerð á sjúkrahúsinu en frá þeim tíma sem sjúklingurinn er lagður inn á sjúkrastofnun er kostnaðurinn ekki lengur á vegum hinnar einkareknu stofu er framkvæmdi aðgerðina heldur úr sjóði allra landsmanna.
Ef til vill kemur þar sami læknir og rekur einkastofuna, þá sem hlutastarfsmaður hins opinbera til þess að meðhöndla sjúklinginn inni á sjúkrastofnuninni, eins og skipulag mála hefur verið.

Starfsmenn hins opinbera hvort sem um er að ræða lækni, prest eða lögfræðing, sem ekki þurfa tiltakanlega að standa skil á ábyrgð verka sinna, sökum þess að allir eru taldir jafnhæfir, geta endalaust lagt til að engu verði breytt, og meðan þingmenn hafa ekki aðgang að árangursmati starfanna þá breytist lítið.

Sömu ábyrgð, hvað varðar árangursmat forgangsröðunar verkefna, vil ég gera til kosinna þingmanna, þ.e. að ef þeir hinir sömu taka ákvarðanir er grundvallast á ónægilegri vitnesku um skipan mála, þar sem útgjöld hins opinbera skila sér ekki sem skyldi og nýjir skattar eru lagðir á til þess að breiða yfir vandann , verði til þess að viðkomandi verði að láta af störfum á þingi.

með góðri kveðju.
gmaria.